Háfell ehf bauð tæpum 50 milljónum undir kostnaðaráætlun

Tilboð voru opnuð í framkvæmdir við gatnagerð í 4. áfanga norðurhluta Urriðaholts og bauð Háfell ehf lægst, en fimm fyrirtæki buðu í verkið. Bæjarráð samþykkti að taka tilboði lægstbjóðenda, sem bauð tæpum 50 milljónum undir kostnaðaráætlun.

Eftirfarandi tilboð bárust í verkið:

PK verk ehf. kr. 587.455.190
Loftorka Reykjavík ehf. kr. 598.704.765
Grafa og grjót ehf. kr. 541.499.700
Óskatak ehf. kr. 570.370.150
Háfell ehf. kr. 527.200.800

Kostnaðaráætlun kr. 575.539.500

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar