Hæsta tilboðið hljóðaði upp á 240 milljónir í fjölbýlishúsalóð

Alls bárust 103 tilboð í fimm fjölbýlishúsalóðir í Hnoðraholti í Garðabæ eða að meðaltali rúmlega 20 tilboð í hverja lóð, er tilboðin voru opnuðu í byggingarétt á lóðum í Hnoðraholti sl. þriðjudagskvöld. Hæsta tilboðið í fjöl-býlishúslóð var um 240 milljónir króna, en þess ber að geta að tölurnar eru birtar með fyrirvara um yfirferð.

Mynd: Gunnar Valur Gíslason, bæjarfulltrúi og Almar Guðmundsson, bæjarstjóri í Garðabæ fara skoða tilboðin sem bárust.

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar