Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir leikmaður Stjörnunnar lék sinn hundraðasta A landsleik þegar Ísland mætti Nýja Sjá- landi í vináttulandsleik á Tyrklandi 7. apríl sl.
Af því tilefni fékk hún viðurkenningu frá Stjörnunni og Garðabæ fyrir leik Stjörnunnar og Þórs/KA í Bestu deild kvenna í síðustu viku, en þá fór fram fyrsta umferð Bestu-deildarinnar og leikið var á Samsung-velli. Það var Almar Guðmundsson, bæjarstjóri í Garðabæ sem veitti Gunnhildi viðurkenninguna, silfurskeið með merki Garðabæjar, ásamt tveimur ungum og efnilegum knattspyrnustúlkum úr barna- og unglingastarfi Stjörnunnar.
Gunnhildur spilaði sinn fyrsta landsleik 26. október 2011 í undankeppni EM 2013 gegn Norður-Írlandi þar sem Ísland vann 2-0 sigur. Gunnhildur kom inn á undir lok leiks fyrir Hólmfríði Magnúsdóttur. Gunnhildur hefur verið lykilleikmaður í íslenska landsliðinu í mörg ár og hefur meðal annars tekið þátt í tveimur stórmótum, EM 2017 og EM 2022.
Í þessum 100 landsleikjum hefur Gunnhildur skorað 14 mörk.
Sannarlega frábær áfangi hjá Gunnhildi Yrsu sem er uppalin í Stjörnunni og er nú snúin heim að nýja eftir farsælan atvinnumannaferil erlendis.
Lék sinn fyrsta meistaraflokksleik með Stjörnunni aðeins 14 ára
Gunnhildur, sem er 34 ára gömul, lék sinn fyrsta leik með meistaraflokki Stjörnunnar aðeins 14 ára gömul, árið 2003, en Gunnildur lék alls 119 leiki fyrir Stjörnuna og skoraði 25 mörk á árinum 2003-2012, en árið 2003 fór hún í atvinnumennsku er hún gekk til liðs við Arna-Bjornar í Noregi. Hún lék alls í 10 ára erlendis og kom svo heim í Stjörnuna frá Orlondo Pride í ár og er hún búin að bæta við tveimur leikjum til viðbótar við leikjafjölda sinn hjá Stjörnunni og einu marki en hún skoraði sigurmark Stjörnunnar gegn ÍBV sl. þriðjudagskvöld. Og það er alveg á hreinu að leikirnir hennar með Stjörnunni verða enn fleiri í sumar og vonandi mörkin líka.