Guðfinnur Sigurvinsson

Garðar Grásteinn – kynning á frambjóðanda Sjálfstæðisflokksins fyrir prófkjör sjálfstæðisfélaganna í Garðabæ 5. mars nk.

Hver ert þú og hvaða sæti sækist þú eftir?
Ég heiti Guðfinnur Sigurvinsson og sækist eftir 4. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Garðabæ. Ég hef verið fyrsti varabæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins frá 2018 og á sæti í umhverfisnefnd Garðabæjar. Ég starfa nú sem aðstoðarmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins og er auk þess nýskipaður verkefnastjóri í starfshópi innanríkisráðherra um forvarnir og vitundarvakningu gegn kynbundnu ofbeldi. Ég er með BA gráðu í og MPA gráðu í opinberri stjórnsýslu frá Háskóla Íslands.
Ég er 43 ára, giftur Símoni Ormarssyni flugþjóni og við erum búsettir í Sjálandshverfi.

Af hverju býður þú þig fram?
Vegna þess að ég vil leggja mitt af mörkum til samfélagsins og er núna á þeim stað á starfsævinni þar sem mér finnst ég hafa mest að gefa. Garðabær hefur á mörgum sviðum verið í fremstu röð og mikil ánægja með þjónustu bæjarins. Ég vil halda áfram á þeirri braut og algjört lykilatriði að samhliða öflugri þjónustu sé útsvari og annarri skattheimtu haldið í hófi.

Hverjar eru þínar helstu áherslur?
Auðvitað vil ég tryggja góða grunnþjónustu, s.s. skóla, leikskóla og stuðning við eldra fólk, fólk með fötlun og önnur þau sem þurfa aðstoð samfélagsins. Ég vil að við séum skapandi í lausnum og leiðandi í því hvernig við þjónustum fólk. Til dæmis vil ég að skólarnir okkar hugi að nýsköpun í skólastarfinu og tryggi námsskrá sem er í takti við nýja tíma. Ég vil efla verslun og þjónustu í bænum með markaðsátaki, laða fólk að bænum enda hefur þessi geiri verið að blómstra. Mögulega í samstarfi við okkar næstu sveitarfélög, eins og Hafnarfjörð og Kópavog, enda má líta á þetta sem eitt markaðssvæði sem getur verið valkostur við miðborg Reykjavíkur. Eldri hluta Garðatorgs þarf að endurgera til að hann sé í takti við nýja hlutann. Mér finnst það forgangsmál á næsta kjörtímabili. Ég vil að við stígum áfram stór græn skref í umhverfismálunum. Þá dreymir mig um Menningarhús í Garðabæ sem mætti staðsetja á Álftanesi eða í tengslum við nýjustu hverfin.

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar