Gróðursetja yfir 12.500 sumarblóm í sumar

Sumarið er komið og sumarstarfsfólkið er að týnast inn í störf hjá Garðabæ. Allt er farið á fullt í garðyrkjunni en í miðbæ Garðabæjar eru útbúnar og settar upp 68 stórar blómakörfur sem prýða ljósastaura á Garðatorgi fram á haust og 16 minni blómakörfur eru hengdar upp í göngugötunni á Garðatorgi. 

Meðal annarra verkefna hjá sumarstarfsfólkinu yfir sumarið er að halda gróðurbeðum hreinum, undirbúa og gróðursetja yfir 12.500 sumarblóm í blómakörfur, götuker, gróðurbeð, sanda, þökuleggja, kantskera og halda bænum hreinum.

Garðabær verður ansi blómlegur í sumar þökk sé góðu starfsfólki og vonandi góðu veðri.

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar