Graskersútskurður á bókasafninu

Laugardaginn 28. október milli kl. 11 og 14 býður Bókasafn Garðabæjar gestum að koma með grasker á bókasafnið til þess að eiga saman skemmtilega stund og skera út. Þátttakendur koma með sín eigin grasker til að skera út ásamt góðum verkfærum (beittur hnífur, skeið (t.d. ísskeið), ílát og síll eða prjónn) og bókasafnið býður upp á aðstoð, leiðsögn, gott verkpláss og skemmtilegan félagsskap. Athugið að börn þurfa að vera í fylgd með fullorðnum þar sem þau eru að handleika beitt verkfæri. Fyrstir koma fyrstir fá sæti. Gaman væri ef að gestir klæðast búningum.

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar