Gott fyrir líkama og sál að stunda hreyfingu og dansa

Það er alltaf líf og fjör í starfinu hjá FEBG. Auður Harpa sér um  dansleikfimina á föstudagsmorgnum og heldur alltaf uppi gleði og stuði. Línudansinn vekur líka mikla lukku og alla þriðjudaga eru tveir hópar í  línudansi undir góðri leiðsögn hennar Önnu og þar er sko dansað af  hjartans list.

Zúmba-takturinn hennar Mörtu Rutar er líka alveg magnaður.  Þar er tekið á því og alveg á kláru að í norrænum æðum rennur sjóðheitt suðrænt og dillandi blóð.  Enda ekki þurr flík á hópnum að tímanum loknum.

Stólajóga er svo bæði í Sjálandsskóla og í Kirkjulundi  og stjórnar Kristín Björg hópnum bæði eru um að ræða teygjur og jafnvægisæfingar og svo er líka tekið til við danstakta enda er um að ræða sannkallað 

Gleði-jóga.
Leikfimitímarnir hjá henni Sögu njóta vaxandi vinsælda enda er um almenna leikfimi að ræða bæði fyrir karla og konur og fer kennslan fram í Ásgarði.

Fræðsla og skemmtun í starfi FEBG
Það var  dansiball í Jónshúsi á vegum FEBG laugardaginn 28. okt. Dansbandið lék fyrir dansi og mikið stuð var á ballinu. Það er svo mikil gleði í danstaktinum og ómæld ánægja er með dansiböllin hjá FEBG

Nýlega fékk FEBG Þorvald Þórarinsson til þess að vera með fyrirlestur um eldsumbrotin og jarðhræringarnar á Reykjanesi.  Fyrirlesturinn var mjög áhugaverður og á annað hundrað manns komu til að fræðast um þessar óvenjulegu aðstæður sem eru á Reykjanesi og eru að raungerast þessa dagana.

Skrá þarf í námskeiðin fyrir hvern mánuð í sportabler.com/shop/gardabaer/febg. En öll skráning á námskeið og á viðburði á vegum FEBG fer fram í gegn um sportabler.com/shop/gardabaer/febg

Ný námskeið að hefjast
Alla föstudaga frá haustdögum og fram í maílok stendur FEBG fyrir  félagsvistinni í Jónshús, félags-og íþróttastarf eldri borgara í  Garðabæ. Nema þegar jóla- og páskabingóið er. Félagsvistin er mjög vinsæl á föstudögum og eru það félagar í FEBG sem  stjórna spilamennskunni.

Framundan er svo jólahlaðborð á  vegum félagsins verður 9. desember og svo er kominn tími til þess að 
skipuleggja tómstundir og hreyfingu á nýju ári.

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar