Gönguskíðabraut á golfvelli GKG

Gönguskíðabraut var lögð á golfvelli GKG í gær, en í raun er þetta í annað sinn á síðastliðnum fjórum dögum sem brautin er lögð en það snjóaði yfir hana aðfaranótt þriðjudags og þurfti að endurgera hana.

Vallarstarfsmenn hjá GKG hafa haft í nógu að snúast undanfarið við snjómokstur á vellinum og vinnu við að koma gönguskíðabrautinni í gagnið. Þeir nutu aðstoðar frá Hjálparsveit Skáta í Kópavogi við gerð brautarinnar.

Það var greinilega nokkur eftirvænting eftir gönguskíðabrautinni og var fólk þegar byrjað að nota hana í fyrrakvöld þegar verið var að leggja lokahönd á vinnu við hana.

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar