Göngufélagar deyja ekki ráðalausir! Kampavín, lummur og pönnukökur

Þessa dagana er Jónshús lokað en eldhressir göngufélagar í Gönguhópi Sjálands deyja ekki ráðalausir. Æðislegt piknik-Pálínuboð var haldið í garðinum við Jónshús í þar síðustu viku. Spáin var einstaklega góð þennan dag og ákveðið var að hittast strax að lokinni göngunni. Lagt á borð úti í garðinum við Jóns-hús og svo lögðu göngufélagarnir fram veitingar af bestu sort. Kampavín, kaffi, lummur, pönnukökur, ostapinnar og margt fleira góðgæti var í boði. Okkar góði félagi Kolbrún Tomas átti hugmyndina, allir voru til í að taka þátt í gleðinni.

Eldhressir göngufélagar í Gönguhópi Sjálands

,,Við nutum einmuna veðurblíðu og yndislegrar samverustundar í ljúfum félagskap við minnismerkið hjá honum Jóni okkar Sigurðssyni,” segir Laufey Jóhannsdóttir formaður FEBG.

Gönguhópurinn Sjáland fer alla virka daga frá Jónshúsi kl. 10:00. Allir velkomnir.

Kampavín, kaffi, lummur, pönnukökur, ostapinnar og margt fleira góðgæti var í boði
Kolbrún Tomas átti hugmyndina og voru allir til í að taka þátt í gleðinni

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar