Góðvild gefur ný rúm

Í síðustu viku færði Góðvild íbúum að Móaflöt 4 rúm að gjöf. Samkvæmt I. Elínu Baldursdóttur forstöðumanni heimilisins var kominn tími á endurnýjun og mikilvægt að börnunum líði vel og sofi vel.

Í Móaflöt er rekið skammtímavistun fyrir 37 börn sem eru á aldrinum sex til átján ára. Móaflöt opnaði sem skammtímavistun fyrir börn með fötlun árið 1998. Börnin sem þar dvelja eiga lögheimili í Garðabæ, Hafnarfirði, Kópavogi, Seltjarnanesi og Mosfellsbæ.

Á Móaflöt er sólarhringsþjónusta sem hefur það að markmiði að foreldrar fái hvíld og að börnin séu í góðu yfirlæti og líði vel á meðan á dvöl þeirra stendur.

Fimm börn dvelja á Móaflöt hverju sinni frá tveimur sólarhringum upp í 14 sólarhringa á mánuði.

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar