Góð mæting á kynningarfund um Vetrarmýri – Mikil eftirvænting er fyrir uppbyggingu hverfisins

Vel á annað hundrað manns mætti á fyrstu kynninguna um uppbyggingu Vetrarmýrar, sem haldin var í samstarfi við Golfklúbb GKG sl. þriðjudag í golfklúbbnum. Á fundinum kynntu forsvarsmenn verkefnisins bæði þau byggingaráform sem þegar eru hafin og framtíðarsýn svæðisins. Hönnuðir, skipulagshöfundar og lykilaðilar í þróun verkefnisins tóku einnig til máls og ræddu sérstöðu hverfisins, sem tengir þéttbýli við ósnortna náttúru á einstakan hátt. Þá var einnig fjallað um íbúðirnar við Vetrarbraut 2–4, sem fara í sölu á vormánuðum. Mikil eftirvænting er fyrir uppbyggingu hverfisins, og ljóst er að áhugi á nýjum íbúðum í Vetrarmýri er mikill.

Á kynningarfundinum sl. þriðjudag var fjallað um framtíðarsýn hverfisins, skipulag og uppbyggingu, en hverfið er staðsett á einstökum stað við Miðgarð og Golfklúbb Kópavogs og Garðabæjar (GKG) og mun sameina náttúru, nútímalegt skipulag og fjölbreyttar íbúðir fyrir fólk sem sækist eftir útivist og gæðum

Hverfið er staðsett á einstökum stað við Miðgarð og Golfklúbb Kópavogs og Garðabæjar (GKG) og mun sameina náttúru, nútímalegt skipulag og fjölbreyttar íbúðir fyrir fólk sem sækist eftir útivist og gæðum. Á kynningarfundinum sl. þriðjudag var fjallað um framtíðarsýn hverfisins, skipulag og uppbyggingu.

Hágæða íbúðahverfi sem höfðar sérstaklega til þeirra sem meta útivist og nálægð við náttúru

Garðapósturinn heyrði hljóðið í Karli Þráinssyni, framkvæmdastjóra Arnarhvols og fékk sýn hans á uppbyggingu Vetrarmýrar. „Við hjá Arnarhvoli höfum mikla reynslu af uppbyggingu íbúða og sáum strax einstakt tækifæri í því skipulagi sem var til staðar í Vetrarmýri. Okkur langaði að skapa hágæða íbúðahverfi sem höfðar sérstaklega til þeirra sem meta útivist og nálægð við náttúru. Undanfarin ár hefur uppbygging á höfuðborgarsvæðinu að mestu snúist um þéttingu byggðar með fáum bílastæðum. Verkefni eins og þetta með nálægð við náttúru hafa verið færri og við sáum tækifæri í því.“

Vetrarbraut 2-4 fer í sölu á vormánuðum. Karl segir að sérstaða þessara íbúða sé að talsvert fleiri bílastæði fylgi íbúðum en tíðkast hefur undanfarin ár auk þess séu bílskúrar og frístundaskúrar í bílakjallara þannig að til að mynda munu golfarar geta keyrt beint á golfbílnum úr bílakjallara á teig

Fjölbreyttar íbúðir sem höfða til breiðs hóps fólks

Karl segir að Garðabær sé þekktur fyrir frábæra þjónustu og mælist ítrekað hátt í ánægju íbúa samkvæmt Gallup könnunum. Að byggja nýtt íbúðahverfi í slíku sveitarfélagi er spennandi, sérstaklega þegar umhverfið býður upp á jafnmörg tækifæri og Vetrarmýri gerir. „Við höfum lagt mikla áherslu á fjölbreyttar íbúðir sem höfða til breiðs hóps fólks – hvort sem það eru einstaklingar, fjölskyldur eða fólk sem vill búa í nálægð við náttúru og útivistarmöguleika. Við horfum líka til framtíðar, á svæðinu verður byggður nýr skóli og svo mun stór hluti íþróttaaðstöðu Stjörnunnar vera í Vetrarmýrinni, sem gerir hverfið enn eftirsóknarverðara,“ segir Karl.

Geta keyrt golfbílinn heiman frá sér og beint á teig

Þá segir Karl að sérstaða þessara íbúða sé að talsvert fleiri bílastæði fylgi íbúðum en tíðkast hefur undanfarin ár auk þess séu bílskúrar og frístundaskúrar í bílakjallara þannig að til að mynda munu golfarar geta keyrt beint á golfbílnum úr bílakjallara á teig.

Hægt er að fá nánari upplýsingar á: 210vetrarmyri.is

Vel á annað hundrað gestir mættu á fyrstu kynninguna um uppbyggingu Vetrarmýrar, sem haldin var í samstarfi við Golfklúbb Kópavogs og Garðabæjar sl. þriðjudag

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar

Vefkökur og persónuvernd

Vefur kgp.is notast við vefkökur í þeim tilgangi að veita þér sem bestu upplifun þegar þú heimsækir okkur á vefnum.  Vefkökurnar eru vistaðar í vafranum þínum og þjóna m.a. þeim tilgangi að kerfið "þekkir þig" þegar þú kemur aftur á vefinn okkar.  Þannig þarftu t.d. ekki að fara aftur í gegnum samþykktarferlið fyrir vefkökur, ert ekki spurð(ur) aftur og aftur hvort þú vilt skrá þig á póstlista eða um aðra virkni sem þú hefur annað hvort samþykkt eða hafnað í fyrri heimsóknum o.fl. o.fl.

Þú getur stillt vefkökurnar hér til vinstri.

Með kærri kveðju,
Starfsfólk KGP.is vefsins