Gleðin tók völdin á Jónsmessugleði Grósku

Fjölmennt var og góð stemmning á Jónsmessugleði Grósku, sem haldin var í fjórtánda sinn sl. laugardag, en það var Almar Guðmundsson bæjarstjóri í Garðabæ sem setti gleðina.

Að þessu sinni var Jónsmessugleðin með gjörbreyttu sniði því efnt var til stórsýningar í Gróskusalnum og á Garðatorgi með fjölbreytilegum listaverkum eftir um 80 listamenn sem eru í Gróska, en einnig tóku gestalistamenn hvaðanæva af landinu þátt að þessu sinni.

Unnið var í ýmsum miðlum og sýningin teygir anga sína víða. Hún nær alla leið niður í undirgöngin við Aktu Taktu þar sem Lomek og félagar hafa málað skemmtilegt graffiti verk sem vonandi fær að lífga upp á göngin til framtíðar.

Jafnframt voru listamenn með opnar vinnustofur við Garðatorg, Artsupplies verslun bauð upp á kynningu og vörur til sölu og fyrirtæki og verslanir við Garðatorg brydduðu upp á ýmsu óvæntu í tilefni opnunardagsins.

Auk myndlistarveislunnar voru margvíslegir listviðburðir á dagskrá: Tónlist, söngur, dans, leiklist, gjörningar og fleira. Ýmsir listamenn komu fram og meðal þeirra voru ungmenni úr Skapandi sumarstörfum Garðabæjar.

Ekki örvænta – stórsýning Grósku stendur til og með 6. júlí

Þeir sem komust ekki á Jónsmessugleðina þurfa ekki að örvænta því gleðin stendur til og með 6. júlí og á meðan fylla listaverkin Gróskusalinn og Garðatorg. Sýningin í Gróskusalnum verður áfram opin klukkan 14-18 en sýningin á torginu klukkan 8-19. Jafnframt er Auja (Auður Björnsdóttir) með sýninguna Happy Houses á Bókasafni Garðabæjar til júníloka sem einnig er opin klukkan 8-19.

Allir eru velkomnir á Jónsmessugleði Grósku á Garðatorgi og fólk er hvatt til að koma við.

Fyrsta Jónsmessugleði var haldin í Garðabæ fyrir fimmtán árum og var Gróska, félag myndlistarmanna í Garðabæ, stofnað í framhaldi af því. Gróska er öflugt myndlistarfélag sem hefur fest sig í sessi í menningarlífi Garðabæjar með sýningum og öðrum menningarviðburðum.

Fylgist með á Facebook síðu Grósku: https://www.facebook.com/groska210/https://www.instagram.com/groskamyndlist/

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar

Vefkökur og persónuvernd

Vefur kgp.is notast við vefkökur í þeim tilgangi að veita þér sem bestu upplifun þegar þú heimsækir okkur á vefnum.  Vefkökurnar eru vistaðar í vafranum þínum og þjóna m.a. þeim tilgangi að kerfið "þekkir þig" þegar þú kemur aftur á vefinn okkar.  Þannig þarftu t.d. ekki að fara aftur í gegnum samþykktarferlið fyrir vefkökur, ert ekki spurð(ur) aftur og aftur hvort þú vilt skrá þig á póstlista eða um aðra virkni sem þú hefur annað hvort samþykkt eða hafnað í fyrri heimsóknum o.fl. o.fl.

Þú getur stillt vefkökurnar hér til vinstri.

Með kærri kveðju,
Starfsfólk KGP.is vefsins