Glæsileg tískusýning í FG

Það er greinilegt að hugmyndaflugið er mikið hjá nemendum á fata- og textílhönnunarbraut í Fjölbrautaskólanum í Garðabæ, en tískusýning útskriftarnema var haldin áður en skólanum lauk núna í maí.

Hönnuðir! Nemendur á fata- og textílbraut FG buðu upp á fjölbreytta og litskrúðuga tískusýningu.

Um glæsilega tískusýningu var að ræða og hönnun nemenda mjög fjölbreytt og litskrúðug eins og sjá má á myndunum. Það er greinilega mikill efniviður á fata- og textílhönnunarbraut í FG og fróðlegt verður að fylgjast með þessum krökkum í framtíðinni. Myndir: Fjölbrautaskólinn Garðabæ

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar