Glaðir gestir á lokadegi Barnamenningarhátíðar í Garðabæ

Vikuna 4. – 8. apríl tóku um 1000 skólabörn þátt í fjölbreyttri dagskrá í Hönnunarsafni Íslands, Bókasafni Garðabæjar og á yfirbyggðu Garðatorgi 4. Fjölskyldum var boðið að taka þátt í smiðjum laugardaginn 9. apríl og sköpunargleði barnanna sést vel á meðfylgjandi myndum. Það er Ólöf Breiðfjörð menningarfulltrúi sem sá um undirbúning og skipulag hátíðarinnar en kennarar á hátíðinni voru Þóra Sigurbjörnsdóttir sérfræðingur á Hönnunarsafni Íslands, Ásgerður Heimisdóttir hönnuður og Dagrún Ósk Jónsdóttir þjóðfræðingur sem sáu um regnbogasmiðjur á Hönnunarsafninu. Um skipasmiðju sem heldur betur sló i gegn sáu myndlistarkonurnar Rakel Andrésdóttir og Salka Rósinkranz. Þá var Hrund Atladóttir með grímusmiðju á Bókasafni en hún er einnig höfundur sýningarinnar Sýndarsund á Hönnunarsafni Íslands. Gunnar Valur Gíslason formaður menningar- og safnanefndar fylgdist með dagskráratriðum og skoðaði meðal annars Furðulaugar eftir börn í 3. og 4. bekk sem sýndar voru á Garðatorgi.

Ólöf Breiðfjörð menningarfulltrúi Garðabæjar og Gunnar Valur Gíslason formaður menningar- og safnanefndar fylgdist með dagskráratriðum og skoðaði meðal annars Furðulaugar eftir börn í 3. og 4. bekk sem sýndar voru á Garðatorgi

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar