GKG sendir sterkt lið á Íslandsmót golfklúbba

Íslandsmót golfklúbba 2024 hefst á morgun fimmtudag og sendir GKG sterkt lið til leiks í karlaflokki og einnig í kvennaflokki þótt það vanti tvo sterka pósta í liðið, en Íslandsmeistarinn sjálfur, Hulda Clara Gestsdóttir og Andrea Björg Bergsdóttir, sem varð í 3. sæti á Íslandsmótinu um sl. helgi eru fjarverandi þar sem þær taka þátt á EM áhugamanna í Finnlandi á sama tíma.

Karlasveit GKG hefur sigrað átta sinnum á síðustu 20 árum eða árið 2022, 2020, 2019, 2017, 2012, 2009, 2007 og 2004 og kvennasveitin hefur sigrað tvisvar sinnum, 2019 og 2013.

1. deild karla leikur á Akureyri og 1. deild kvenna leikur á Hellu. 

Íslandsmeistarar! Hulda Clara verður fjarverandi á Íslandsmóti golfklúbba en Aron Snær ætlar að hjálpa GKG að tryggja sér sinn níunda Íslandsmeistaratitili golfklúbba frá 2004. Mynd/[email protected]

Kvennasveit GKG er þannig skipuð:
Anna Júlía Ólafsdóttir
Elísabet Ólafsdóttir
Gunnhildur Hekla Gunnarsdóttir
Helga Grímsdóttir
Karen Lind Stefánsdóttir
Katrín Hörn Daníelsdóttir
Ragnheiður Sigurðardóttir
Una Karen Guðmundsdóttir
Liðsstjóri: Guðmundur Daníelsson

Karlasveit GKG er þannig skipuð:
Aron Snær Júlíusson
Guðjón Frans Halldórsson
Gunnlaugur Árni Sveinsson
Hjalti Hlíðberg Jónasson
Kristófer Orri Þórðarson
Ragnar Már Garðarsson
Róbert Leó Arnórsson
Sigurður Arnar Garðarsson
Liðsstjóri: Daníel Aron Gunnarsson

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar