Gissur Páll syngur í eigin persónu

Miðvikudaginn 5. október klukkan 12:15 mun tenórinn geðþekki, Gissur Páll Gissurarson syngja í eigin persónu í sal Tónlistarskóla Garðabæjar að Kirkjulundi. Í fyrravetur var tónleikum Gissurar sem vera áttu breytt í rafræna uppákomu sem sýnd var á vef bæjarins og facebooksíðu Garðabæjar en ástæðan var samkomubann. Nú þegar engar hindranir eru í vegi fagnar menningar- og safnanefnd Garðabæjar að geta boðið uppá tónleika með Gissuri Páli ásamt Guðrúnu Dalíu Salomónsdóttur píanóleikara. Tónleikar þeirra eru liður í tónleikaröðinni Tónlistarnæring en fyrsta miðvikudag í mánuði eru 30 mínútna ókeypis hádegistónleikar í boði. Dagskrá tónleikanna verður kynnt á staðnum og án efa ganga gestir glaðir út í daginn.

Myndatexti: Gissur Páll og Guðrún Dalía munu syngja fyrir gesti í sal Tónlistarskólans en í fyrra sungu þau inná upptöku sem fólk naut heima.

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar