Miðvikudaginn 2. febrúar var fyrirhugað að Gissur Páll Gissurarson tenór kæmi fram á hádegistónleikum í Tónlistarskóla Garðabæjar en af því verður ekki. Þess í stað verður hægt að njóta söngs hans í gegnum fésbókarsíðu Garðabæjar en upptaka af stofutónleikum verður sýnd kl. 12:15 eða á sama tíma og tónleikarnir áttu að hefjast.
Vegna óvissuástands og smita, þrátt fyrir afléttingar samkomutakmarkanna, var sú ákvörðun tekin að fara varlega af stað í Garðabæ. Gissur tók því upp nokkurskonar stofutónleika með píanóleikaranum Guðrúnu Dalíu Salomónsdóttur sem allir geta notið en frá og með 2. febrúar kl. 12:15 verða stofutónleikarnir aðgengilegir í gegnum vef og fésbókarsíðu Garðabæjar .
Það er von og trú menningarstjórnenda Garðabæjar að hægt verði að halda tónleika þann 2. mars með systrunum Þóru og Gunnhildi Einarsdætrum fyrir fullu húsi í Tónlistarskóla Garðabæjar.