Gerum gott um jólin

Í Sjálandi veitingahúsi hefur verið komið fyrir glæsilegu og fagurlega skreyttu jólatréi þar sem starfsfólk Sjálands er að safna saman gjöfum frá samstarfsaðilum, vinum og gestum staðarins sem það kemur síðan áfram til þeirra sem þurfa á að halda í samstarfi við Grensáskirkju.

,,Við hvetjum alla til þess að hjálpa okkur að gera jólin gleðileg fyrir sem flesta með því að lauma pakka undir jólatréð, merktan aldri og kyni þess sem pakkinn er ætlaður. Látum gott af okkur leiða,” segir Stefán Magnússon, eigandi og rekstraraðila Sjálands veitingahús, en það var nóg um að vera í jólabrönsinum á Sjálandi sl. sunnudag þegar jólaljósin á jólatrénu voru tendruð auk þess sem þeir félagar úr Garðabæ, Máni Pétursson og Kjartan Atli Kjartansson árituðu bækur sínar, Þú þarft ekki að vera svona mikill aumingi og Saman í liði.

Þá mætti söngkonan GDRN á Sjáland og söng nokkur falleg lög fyrir gesti og Dj Dóra Júlía stýrði tónlistinni. (Sjá forsíðumynd).

Kjartan Atli Kjartansson og Máni Pétursson árituðu bækur sínar
Garðbæingar eru hvattir til að mæta í Sjáland með jólapakka, merktan kyni og aldri

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar

Vefkökur og persónuvernd

Vefur kgp.is notast við vefkökur í þeim tilgangi að veita þér sem bestu upplifun þegar þú heimsækir okkur á vefnum.  Vefkökurnar eru vistaðar í vafranum þínum og þjóna m.a. þeim tilgangi að kerfið "þekkir þig" þegar þú kemur aftur á vefinn okkar.  Þannig þarftu t.d. ekki að fara aftur í gegnum samþykktarferlið fyrir vefkökur, ert ekki spurð(ur) aftur og aftur hvort þú vilt skrá þig á póstlista eða um aðra virkni sem þú hefur annað hvort samþykkt eða hafnað í fyrri heimsóknum o.fl. o.fl.

Þú getur stillt vefkökurnar hér til vinstri.

Með kærri kveðju,
Starfsfólk KGP.is vefsins