Gerum Garðabæ að snyrtilegasta bæ landsins!

Vorhreinsun lóða í Garðabæ hefst á mánudaginn, 8. maí og eins og síðustu ár eru Garðbæingar hvattir til að hreinsa lóðir sínar í sameiginlegu átaki, sem stendur yfir dagana 8-19. maí. Starfsmenn bæjarins og verktakar verða á ferðinni þessa daga og hirða garðúrgang sem settur hefur verið út fyrir lóðamörk. 

Farið verður á milli allra hverfa bæjarins og nánari upplýsingar um hvenær verður hirt úr hvaða hverfum má sjá hér að neðan: 

8. til 11. maí 2023: Flatir- Ásgarður-Fitjar-Hólar-Ásar-Grundir-Sjáland-Arnarnes-Akrar-Vífilsstaðir-Urriðaholt 
12. -15. maí 2023: Tún-Mýrar-Garðatorg-Móar-Byggðir-Lundir-Búðir-Bæjargil-Hæðarhverfi-Hnoðraholt
16.-19. maí 2023: Álftanes-Garðahverfi-Hleinar-Prýðar og við Álftanesveg

Gerum Garðabæ að snyrtilegasta bæ landsins! Koma svo!

Mynd. Bæjarfulltrúar mættu á Álftanesi á dögunum og hreinsuðu í nærumhverfi miðbæjarins

Bæjarfulltrúarnir fengu aðstoð frá Natalíu og Margréti
Ingvar Arnarson með syni sínum
Brynja Dan lét ekki sitt eftir liggja
Eiríkur Þorbjörnsson
Þorbjörg Þorvaldsdóttir

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar