Gert ráð fyrir 450 íbúðum í nýju deiliskipulagi Arnarlands – Nýtt hverfi í mótun

Bæjarstjórn Garðabæjar tekur ákvörðun um nýtt skipulag Arnarlands á fundi sínum í dag, en markmiðið með nýju deiliskipulagi Arnarlands er að skapa líflegt hverfi með íbúðum, þjónustu og atvinnustarfsemi. Skipulag hverfisins hefur tekið miklum breytingum í kjölfar samráðs við íbúa og hagaðila. Skipulagsferlið hófst sumarið 2023 og hefur verið bæði langt og ítarlegt.

Búast má við að hverfið verði fjölbreytt en gert er ráð fyrir um 450 íbúðum, nærþjónustu og starfsemi heilsuklasa þar sem áhersla er á fyrirtæki tengd heilsu og hátækni. Áhersla er lögð á græn svæði og góðar og fjölbreyttar samgöngur og t.a.m. er gert ráð fyrir sjálfstætt starfandi leikskóla í Arnarlandi.
Skipulagsnefnd Garðabæjar hefur afgreitt skipulag fyrir hverfið og það verður nú lagt fyrir bæjarstjórn til lokaafgreiðslu í dag, fimmtudaginn 6. mars.

Áhersla hefur verið lögð á að:

  • Minnka byggingarmagn og þéttleika byggðarinnar. Fjöldi íbúða fækkar úr 529 í 451.
  • Lækka hámarkshæð bygginga. Í stað einnar níu hæða byggingar heilsuklasans verður hún allt að sjö hæðir. Annars staðar verða byggingar 2–6 hæðir.
  • Minnka umfang heilsuklasa við Hafnarfjarðarveg. Þessi byggð verður nú 34% minni en upphaflega var gert ráð fyrir.
  • Bæta við grænum svæðum og leikskóla. Skipulagið gerir nú ráð fyrir stærra miðlægu grænu svæði og leikskóla sem eykur fjölbreytni í þjónustu innan hverfisins.
  • Draga úr skuggavarpi og bæta ásýnd. Skuggavarpsgreiningar hafa verið unnar og byggingarreitir færðir fjær Hafnarfjarðarvegi til að draga úr áhrifum á nærliggjandi byggð.
Heilsuklasi! Í stað einnar níu hæða byggingar heilsuklasans verður hún allt að sjö hæðir. Annars staðar verða byggingar 2–6 hæðir samkvæmt nýju deiliskipulagi.

Framtíðarsýn um samgöngur

Skipulagsnefnd hefur tekið undir áhyggjur íbúa af umferðamálum við Arnarland, e[BF1]n þær hafa mikið snúist um aukna umferð og álag á nærliggjandi götur. Því hefur verið leitað leiða til að bæta umferðarskipulag svæðisins.

Þar má nefna að:

  • Undirgöng undir Arnarnesveg munu færast austar en upphaflega var gert ráð fyrir, til að bæta flæði gangandi og akandi umferðar.
  • Fyrir liggja tillögur að úrbótum við hringtorgið á mörkum Arnarnesvegar, Bæjarbrautar og Fífuhvammsvegar (einnig þekkt sem hringtorgið við Krónuna) sem áætlað er að ráðast í á þessu ári. Aðkoma að verslun Krónunnar verður einnig lagfærð.
  • Samráð við Kópavog um umferðarlausnir. Garðabær og Kópavogur hafa undirritað viljayfirlýsingu um endurskoðun sveitarfélagamarka og umferðarbætandi aðgerðir, sem miða að því að létta á umferð í báðum sveitarfélögum.
    Í nýrri skipulagstillögu hefur verið leitast við að tryggja næg bílastæði fyrir íbúa, viðskiptavini og gesti Arnarlands.
  • 1 bílastæði er á hverja íbúð undir 100 m² og 1,5 bílastæði á hverja stærri íbúð.
  • Í húsum ofarlega í byggðinni er heimilt að gera ráð fyrir 2 bílastæðum á íbúð stærri en 120 m².
  • Lóð undir sérstaka bílageymslu sem getur orðið allt að 7.000 m² og þjónustað bæði íbúðir og atvinnuhúsnæði. Húsið er byggt með það í huga að notkun þess geti tekið breytingum þegar til lengri framtíðar er litið

Hver verða áhrifin á nærliggjandi íbúðabyggð?

Skipulagsnefnd hefur sérstaklega tekið til greina áhyggjur íbúa í nærliggjandi hverfum, eins og í Akrahverfi og við Súlunes. Í kjölfarið hafa verið gerðar breytingar á upphaflegum tillögum:

  • Hæstu byggingar færðar fjær Hafnarfjarðarvegi. Þær byggingar sem verða 6 eða 7 hæðir munu ekki standa nær lóðarmörkum en 12 metrar.
  • Lagt til að bæta hljóðvarnir við Akrahverfi. Hljóðvarnir verða settar meðfram fjölbýlishúsunum við Akrabraut til að draga úr hávaða og ljósmengun frá umferð.
  • Grænt svæði í miðju byggðarinnar verður stækkað. Með þessu fæst meira opið rými og minna byggingarmagn en upphaflega var gert ráð fyrir.
Í nýju deiliskipulagi er gert ráð fyrir stærra miðlægu grænu svæði og leikskóla sem eykur fjölbreytni í þjónustu innan hverfisins.
Þá hafa skuggavarpsgreiningar verið unnar og byggingarreitir færðir fjær Hafnarfjarðarvegi til að draga úr áhrifum á nærliggjandi byggð.

Hvað gerist næst?

Skipulag Arnarlands verður lagt fyrir bæjarstjórn Garðabæjar til lokaafgreiðslu fimmtudaginn 6. mars. Ef það verður samþykkt, mun uppbygging svæðisins hefjast í áföngum, með sérstakri áherslu á innviði og umferðarmál.

Hvað er Arnarland og hver eru helstu breytingarnar?

Arnarland, sem stundum er kallað Arnarnesháls, er 8,9 hektara svæði við Hafnarfjarðarveg, Fífuhvammsveg og Arnarnesveg.

Skipulag Arnarlands hefur verið lengi í vinnslu og í gegnum árin hafa verið lagðar fram mismunandi tillögur að þróun svæðisins. Upphaflega var gert ráð fyrir að svæðið yrði að mestu nýtt fyrir atvinnustarfsemi og verslun, en með nýju skipulagi sem nú er kynnt er byggð blandað betur saman þannig að þar verði bæði íbúðir og þjónusta.

Þess má geta að það er í fyrsta skipti sem deiliskipulagstillaga fyrir þetta svæði hefur verið auglýst með formlegum hætti og sett í skipulagsferli.

Skipulagsnefnd leggur áherslu á að íbúar hafi haft mikil áhrif á þróun skipulagsins, enda hefur það tekið miklum breytingum frá fyrstu tillögum.

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar

Vefkökur og persónuvernd

Vefur kgp.is notast við vefkökur í þeim tilgangi að veita þér sem bestu upplifun þegar þú heimsækir okkur á vefnum.  Vefkökurnar eru vistaðar í vafranum þínum og þjóna m.a. þeim tilgangi að kerfið "þekkir þig" þegar þú kemur aftur á vefinn okkar.  Þannig þarftu t.d. ekki að fara aftur í gegnum samþykktarferlið fyrir vefkökur, ert ekki spurð(ur) aftur og aftur hvort þú vilt skrá þig á póstlista eða um aðra virkni sem þú hefur annað hvort samþykkt eða hafnað í fyrri heimsóknum o.fl. o.fl.

Þú getur stillt vefkökurnar hér til vinstri.

Með kærri kveðju,
Starfsfólk KGP.is vefsins