Töltari og Stallur hafa opnað nýja verslun á Garðatorgi 3 í Garðabæ, en þar geta hestamenn keypt sér nýjar og notaðar hestavörur. Í raun eru þetta tvær verslanir í einni verslun s.s Töltari og Stallur.
,,Stallur.is er hringrásarverslun fyrir hestamenn, bóndann eða útivistarfólkið, sem býður almenningi upp á leigu á þremur tegundum af stöllum að eigin vali, en Töltari/Stallur tekur 20% söluþóknun,” segir Gunnhildur Ýrr Jónasdóttir eigandi verslunarinnar, en meðeigandi hennar er Þuríður Ásta.
Eitthvað sem hestafólki hefur vantað
,,Þetta er eitthvað sem hestafólki hefur vantað, það þekkja allir manna best hvað getur safnast mikið af hestavarningi, margir fá spons og eiga of mikið dót og hversu þægilegt er að geta selt vöruna sína í gegnum þriðja aðila,” segir hún og bætir við: ,,Við erum með fataslá, hillur, króka og hnakkstanda, það er nóg pláss fyrir fólk að koma með hnakkana sína, líka þótt að viðskiptavinur leigir hnakkstand og er með fleiri en 2 hnakka þá þarf viðskiptavinur ekki að leigja fleiri hnakkstanda, nóg er að leigja einn og starfsmaður Stalls skiptir út ef þess þarf.”
Allir græða á þessu
,,Við viljum gefa hestavörum nýtt líf og nýta þær leiðir til að endurnýja það sem við eigum, allir græða á þessu. Leigjandi Stalls þarf ekki að hugsa um neitt. Stallur býður uppá myndatöku fyrir varning, reiðtygs þrif og margt fleira. Við viljum að þetta sé einfalt, þægilegt og minna stress. Töltari er umboðsaðili Tøltsaga og selur nýja hnakka frá þeim. Töltari er með nýjar vörur. Þar á meðal reiðfatnað merkt sér, reiðtygi og fóðurbæti,” segir Gunnhildur ,,Hestamenn, bændur og útivistarfólk hafa núna aðgang að hringrásarverslun, þetta er því tækifæri fyrir þau að taka til í kringum sig og græða á varningi sínum. Eina sem þau þurfa gera er að slaka á og fá 80% af sölu sinni.”
Þær Gunnhildur og Þuríður bjóða einnig fólki utan höfuðborgarsvæðisins að senda vörur til þeirra sem þær koma fyrir og stilla upp í verslun sinni á Garðatorgi.