GDRN slær botninn í Rökkvuna á stórtónleikum í kvöld á Garðatorgi

Listahátíðin Rökkvan fer fram í dag, laguardaginn 12. október á göngugötunni Garðatorgi. Tónlistardagskráin á listahátíðinni Rökkvunni er svo sannarlega glæsileg, en það er engin önnur en GDNR sem slær botninn í Rökkvuna í ár. Þótt tónlistardagskráin sé hápunktur hátíðarinnar þá er margt annað að gerast á hátíðinni sem fólk ætti ekki að láta framhjá sér fara, en klukkan 14 verður spennandi fjölskyldudagskrá og skemmtileg tónlistaratriði fyrir börn og fullorðna á torginu.

Um kvöldið verða svo sannkallaðir stórtónleikar á göngugötunni á Garðatorgi þar sem Kusk og Óviti, KK, Jói Pé og félagar koma fram að ógleymdri GDRN sem lokar hátíðinni í ár.

Aðgangur á Rökkvuna er ókeypis en hátíðin er á vegum menningar- og safnanefndar Garðabæjar. Drykkir verða til sölu um kvöldið og búast má við tilboðum í tilefni Rökkvunnar hjá fyrirtækjum á Garðatorgi.

Svona lítur dagskráin út í dag:

Fjölskyldudagskrá 14:00-16:00

  • Klapp, klapp, stapp, stapp! Tónlistarsmiðja með Ingibjörgu Fríðu og Sigurði Inga þar sem líkaminn er notaður sem hljóðfæri. Öll fjölskyldan tekur þátt.
  • Stórsveit Tónlistarskóla Garðabæjar leikur af sinni alkunnu snilld.
  • Rökkvubandið með stuðdagskrá.

Markaður og listasýning 14:00-23:00

  • Prjónavörur, skartgripir, myndlist og fleira áhugavert.
  • Myndlistarsýning í Betrunarhúsinu. Íris Eva Magnúsdóttir og Jói Pé

Stórtónleikar 19:30-22:30

  • Kusk og Óviti
  • KK
  • Jói Pé og félagar
  • GDRN

Eins og áður segir er aðgangur á Rökkvuna ókeypis.

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar