Garðasókn blæs til sóknar á aðventunni

Samkomutakmarkanirnar sem gilda til 8. desember hafa íþyngjandi áhrif á dagskrá Garðasóknar eins og hún var áætluð. En í stað þess að draga saman ákváðu prestar og starfsfólk sóknarinnar að gefa frekar í. Dagskráin mun standa þó einungis 50 manns megi mæta á hvern viðburð en stærri viðburðum verður streymt til að sem flestir geti notið þeirra. Sunnudagaskólinn helst óbreyttur bæði í Urriðaholtsskóla kl. 10 og í safnaðarheimili Vídalínskirkju kl. 11. Inngangur safnaðarheimilisins verður notaður fyrir sunnudagaskólann en ekki verður byrjað í kirkjunni eins og oftast því nú eru safnaðarheimilið og kirkjan sitthvort sóttvarnarrýmið. Í sunnudagaskólann mega mæta allt að 50 fullorðnir og börn fædd 2015 og fyrr en börn fædd 2016 og síðar teljast ekki með. 

Takmarka þarf kirkjugestir við 50 á þeim viðburðum sem verða opnir en prestar og starfsfólk eru inni í þeirri tölu.

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar