Garðaskóli tók þriðja sætið í Skólahreysti

Garðaskóli náði frábærum árangri í Skólahreysti, sem fór fram í Laugardalshöll sl. laugardag og endaði í þriðja sæti í úrslitakeppninni, en það var Heiðarskóli sem sigraði keppnina.

Heiðarskóli lauk keppni með 67 stig af 72 mögulegum. Holtaskóli var í öðru sæti í ár með 55,5 stig og fékk silfrið og Garðaskóli hreppti svo þriðja sætið með 42 stig og fékk bronsið eins og áður hefur komið fram. Særún Luna Solimene úr Laugalækjaskóla gerði flestar armbeygjur, 39 talsins. Rakel Rún Sævarsdóttir, Vallaskóla, hékk lengst í hreystigreipinni eða í 13.22 mínútu. Jón Ágúst Jónsson, Heiðarskóla, bar sigur úr býtum í upphífingum og dýfum, gerði 52 upphífingar og 51 dýfu. Heiðarskóli átt besta tímann í hraðaþrautinni, Guðlaug Emma Erlingsdóttir og Sigurpáll Magni Sigurðsson fóru brautina á 2 mínútum og 9 sekúndum.

Bronslið Garðaskóla skipa Baltasar Guðmundur Baldursson, Arna Brá Birgisdóttir, Ísold Sævarsdóttir og Róbert Krummi Möinichen.

Frábær árangur! Í lið Garðaskóla voru Baltasar Guðmundur Baldursson, Ísold Sævarsdóttir, Arna Brá Birgisdóttir, Róbert Krummi Möinichen, Atli Hrafn Hjartarson og Eva Margrét Halldórsdóttir

Aðrir skólar er kepptu í úrslitum í ár voru Lágafellsskóli, Varmahlíðarskóli, Flóaskóli, Hvolsskóli, Vallaskóli, Álfhólsskóli, Laugalækjarskóli, Lundarskóli og Stapaskóli.

Þátttakendur Garðaskóla
Baltasar Guðmundur Baldursson tók 28 upphífingar og 44 dýfur
Arna Brá Birgisdóttir tók 35 armbeygjur og í hreystigreip hékk hún 5.16 mín Ísold Sævarsdóttir og Róbert Krummi Möinichen fóru hraðabrautina á 2.17 mín.

Varamenn voru : Atli Hrafn Hjartarson og Eva Margrét Halldórsdóttir.

Þetta eru allt glæsilegir árangrar og átti Garðaskóli svo sannarlega skilið að komast á pall í 3ja sæti. Verðlaunin voru 100.000 kr ávísun frá Landsbankanum sem nemendafélag skólans fær, gjafabréf, bronsmedalíur og eignarbikar.

Ísey á fleygiferð í hraðbrautinni
Baltasar Guðmundur Baldursson tók 28 upphífingar og 44 dýfur
Arna Brá Birgisdóttir tók 35 armbeygjur og í hreystigreip hékk hún 5.16 mín
Róbert Krummi Möinichen í hraðbrautinni

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar