Golfmót bæjarskrifstofu Garðabæjar, „Bæjó“ fór fram í fallegu veðri í dögunum á golfvellinum Oddi. Keppt var í Texas Scramble þar sem fjórir voru saman í liði og skemmst er frá því að segja að lið Olivers, Garð-álfarnir með þau Önnu Guðrúnu, Margréti Björk, Benjamín auk Olivers komu sáu og sigruðum á 41 höggi eða 35 höggum með forgjöf, en leiknar voru 9 holur.
Tvöfalt hjá Birnu!
Ýmis verðlaun voru í boði m.a. nándarverðlaun á 4 þar sem Birna var næst og Benjamín var næst 8 holu. Eins voru þeir högglengstu verðlaunaðir, en það voru þau Oliver og Birna.
Þetta er í fjórða sinn sem bæjarskrifstofan heldur golfmót og hefur skapast mikil stemning í kringum mótið, en liðin mæta m.a. í liðsbúningum ásamt því að gefa liðinu nafn eins og Landsliðið, Garðálfar, Hola í höggi, Dúlludúskar og Skínandi Stjörnur o.s.frv.
Eins og í öllum góðum golfmótum þá gengur allir þátttakendur með vinninga frá mótinu, en fjölmörg fyrirtæki í bænum styrktu mótið.
Forsíðumynd: Garðálfarnir sigruðu mótið. Benjamín, Oliver, Anna Guðrún og Margret Björk