Garðahraun verður að Sumarhrauni – Skapandi sumarstarf fyrir börn með sérþarfir

Garðahraun er sértækt frístunda- og félagsmiðstöðvaúrræði í Garðabæ fyrir börn í 5.–10. bekk, sem umbreytist í Sumarhraun yfir sumarmánuðina. Þar býðst börnum með sérþarfir í 1.–7. bekk að taka þátt í fjölbreyttu og aðgengilegu sumarstarfi. Verkefnastjóri Garðahrauns og Sumarhrauns, Ágúst Arnar Þráinsson, segir markmiðið í starfinu einfalt og skýrt: „Þetta verður að vera skemmtilegt og öllum á að líða vel.“

„Við reynum að nýta náttúruna hér á Álftanesi sem og fjölbreytta afþreyingu á höfuðborgarsvæðinu,“ segir Ágúst en í Sumarhrauni er lögð sérstök áhersla á að gera sumarið að notalegri og uppbyggilegri upplifun fyrir börnin

Stundum er bara nóg að lesa Andrésblað og slaka á, spjalla við vini og hafa það notalegt

Í Sumarhrauni er lögð sérstök áhersla á að gera sumarið að notalegri og uppbyggilegri upplifun fyrir börnin. Þar er dagskráin mótuð út frá áhugasviði og þörfum hvers og eins, og börnin fá að hafa áhrif á hvernig þeirra dagur lítur út. „Stundum er bara nóg að lesa Andrésblað og slaka á, spjalla við vini og hafa það notalegt,“ segir Ágúst.

Viðburðir, útivist og tenging við náttúruna eru stór hluti af starfseminni. „Við reynum að nýta náttúruna hér á Álftanesi sem og fjölbreytta afþreyingu á höfuðborgarsvæðinu. Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn er t.d. mjög vinsæll en við förum líka í bæjarferðir og könnum nýja staði.“

Umsóknarfrestur í Sumarhraun er til og með 7. maí og eru foreldrar hvattir til að sækja um í tæka tíð. Áhugasamir geta einnig fengið nánari kynningu á starfinu eða óskað eftir heimsókn í Garðahraun.

Um Garðahraun
Garðahraun er opið eftir skóla til kl. 16:30 og býður upp á skapandi, öruggt og fjölbreytt tómstundastarf fyrir börn og unglinga í Garðabæ. Lögð er áhersla á virðingu, jákvæð samskipti, fagleg vinnubrögð og gott foreldrasamstarf. Boðið er upp á síðdegishressingu og hægt er að velja að mæta einu sinni í viku eða oftar.

Staðsetning: Hátíðarsalur við UMFÁ, Breiðumýri 225, Álftanes.
Forstöðumaður: Ágúst Arnar Þráinsson – [email protected] – Sími: 820-8594

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar

Vefkökur og persónuvernd

Vefur kgp.is notast við vefkökur í þeim tilgangi að veita þér sem bestu upplifun þegar þú heimsækir okkur á vefnum.  Vefkökurnar eru vistaðar í vafranum þínum og þjóna m.a. þeim tilgangi að kerfið "þekkir þig" þegar þú kemur aftur á vefinn okkar.  Þannig þarftu t.d. ekki að fara aftur í gegnum samþykktarferlið fyrir vefkökur, ert ekki spurð(ur) aftur og aftur hvort þú vilt skrá þig á póstlista eða um aðra virkni sem þú hefur annað hvort samþykkt eða hafnað í fyrri heimsóknum o.fl. o.fl.

Þú getur stillt vefkökurnar hér til vinstri.

Með kærri kveðju,
Starfsfólk KGP.is vefsins