Garðabær – þar sem BEST er að búa

Ég er hef talað um hversu lánsöm ég var þegar ég flutti hingað í bæinn 10 ára gömul. Fyrir mér eru forréttindi að búa í Garðabæ og ég myndi hvergi annars staðar vilja ala upp börnin mín. Bærinn er að stækka en virðist þó halda í þann eiginleika að fólk þekkist og nýtur þess að nýta sér þá þjónustu sem hér er til fulls. Eldri borgarar hafa gott aðgengi í þjónustu sem hér er og veit ég fyrir víst að þeim líður vel að fá að eldast hér í bænum. Amma mín er ein þeirra eldri borgara sem nýtur þess að búa í Garðabæ. Hún flutti hingað ekki fyrir svo löngu og er alsæl með breytingarnar og nálægð við þá þjónustu sem hún sækir.

Íþróttirnar blómstra í bænum enda er starfið sem unnið er hér í bæ til fyrirmyndar og virðist vera að bæjarbúar myndi þennan óneitanlegu tengsl í gegnum íþróttirnar hvort sem það er að horfa á fimleikana þar sem við eigum afburðafólk í greininni, handboltafólkið okkar sem gengur vel í úrvalsdeild sem og körfuboltinn sem hefur komist í efstu deild og staðið sig afbragðs vel. Yngri flokka starfið vex og dafnar og er Stjarnan fjölmennasta íþróttafélag landsins. Starfið sem unnið er af sjálfboðaliðum er undravert og virkilega gaman að sjá hversu öflugur foreldrahópurinn er sem fylgir börnunum eftir. Nú hefur Miðgarður opnað og sjáum við fram á enn bættari þjónustu til bæjarbúa, hvort sem það er ungviðið eða eldri borgarar.

Áskorun okkar í þessum málum er að nálgast íbúa Urriðaholts enn betur, en tengingin við hverfið mætti vera auðveldrari og skilvirkari. Íþróttafélagið, tómstundirnar og félagsstörfin sem eru í bænum þurfa að kynna betur allt það öfluga starf sem í boði er og fá fleiri til að koma inn í starfið. Ég sé fyrir mér að það þurfi að nálgast íbúa í Urriðaholti með þeim hætti að hafa opin íbúafund þar sem íbúar fái tækifæri að koma með hugmyndir hvaða frekari þjónustu þau vantar. Samgöngur þurfa að vera greiðvirkar, ekki bara strætó eða frístundabill heldur einngi öruggar hjóla- og gönguleiðir sem tengjast inn í miðju bæjarins ásamt íþrótta- og tómstundasvæðanna.

Ég er tilbúin í að fara af stað í verkefnið sem allra fyrst því mikilvægt er að allir íbúar bæjarins upplifi sig sem hluti af heildinni. Á Álftanesi fer fram ótrúlega öflugt starf sem sameinast svo á seinni stigum íþróttanna en svo er ekki í hverfunum okkar; Urriðaholti, Hnoðraholti og Arnarnesi.
Aftur á móti er það svo að framtíðarfólkið íþróttafólkið okkar getur búið í hverfunum og er því mikilvægt að auðvelt aðgengi sé á æfingar eða tómstundir sem börnin okkar iðka. Sama á við um eldra fólkið sem býr enn heima í hverfunum og þarf að sækja þjónustu.

Það skiptir höfuðmáli að fara með meiri áherslu inn í næsta kjörtímabil með þessar kröfur að leiðarljósi og vera í góðu samtali við íbúana á meðan á verkefninu stendur.
Ég óska eftir þínu atkvæði í 4.-6. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins. Hvert atkvæði skiptir máli og vona ég að góð kosning náist á kjörstað þann 5. mars nk.

Harpa Rós Gísladóttir

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar