Garðabær tekur Völu í notkun fyrir leikskóla

Garðabær hefur tekið í notkun nýjan hugbúnað, Völu leikskóla, fyrir utanumhald um umsóknir, dvalartíma og aðra þjónustu á leikskólastigi. Margir kannast við þennan hugbúnað en Garðabær hefur notað hann fyrir utan- umhald um frístundaheimili bæjarins.

Um Völu
Vala leikskóli er þjónustugátt fyrir foreldra og forráðafólk með leikskólaumsóknum og samtímis er það þjónustuapp (smáforrit).
Sl. fimmtudag tók Garðabær Völu í gagnið, en í Völu má finna:

• Umsóknir um leikskólavist
• Dvalartíma
• Flutningsbeiðnir

Þá mun Vala einfalda allt utanumhald um tölfræði. Í smáforritinu (appinu) geta foreldrar og forráðafólk fylgst með tilkynningum frá skólanum, fengið fréttir af starfinu, lesið skilaboð, séð matseðla og skoðað viðburðadagatal leikskólanna.

Skráningar á dvalartíma lauk í sl. þriðjudag en mánaðarlega er hægt að breyta skráningu dvalartíma og þarf það að gerast fyrir 20. hvers mánaðar.

Breytingarnar á dvalartíma taka gildi 1. mars nk. og verða samkvæmt nýrri gjaldskrá sem má finna á: https://www. gardabaer.is/stjornsysla/fjarmal/gjaldskrar/

Foreldrar/forráðafólk þurfti m.a. að hafa í huga að merkja við í Völu hvort barnið verður til kl. 14 í leikskólanum á föstudögum eða lengur (opið til kl. 16.00).

Ef foreldrar/forsjáraðilar sækja um tíma eftir kl. 16 á föstudögum kemur leikskóla- stjóri til með að hafna breytingu á dvalar- tíma og þurfa þá foreldrar að sækja aftur um nýjan dvalartíma.

Þetta er í samræmi við breyttar áherslur í starfsumhverfi leikskólanna.

Hámarks dvalartími er 40 stundir á viku og lágmarks dvalartími er 20 tímar.

Foreldrum er gefinn kostur á að kaupa heila eða hálfa klukkustund.

Með þessu breytta fyrirkomulagi er sveigj- anleikinn þannig að hægt að hafa dvalartíma mismunandi langan innan vikunnar og er það skráð í Völu.

Með breytingunum þarf að upplýsa leikskólastjóra um mismunandi dvalartíma á milli vikna en sú skráning færist svo fljótlega yfir í Völu.

Garðabær er með eitt fæðisgjald og því birtist skráning í Völu eins og barn sé aðeins skráð í hádegisverð, en ekki morgunmat og síðdegishressingu, en fæðisgjald nær yfir alla máltíðir dagsins.

Ekki þarf lengur að sækja um afslátt vegna systkina (færst sjálfvirkt), en sækja þarf um afslátt vegna tekjutengingar. Þau sem þegar eru með tekjutengdan afslátt þurfa að endurnýja hann í júlí.

Leikskólastjórar munu afhenda nýja dval- arsamninga til undirritunar í leikskólunum fyrir mánaðamótin febrúar – mars 2024.

Starfsfólk leikskólanna hefur fengið þjálfun í notkun Völu og eru þau reiðubúin til að aðstoða foreldra og forráðafólk. Einnig er hægt að hafa samband við þjónustuver Garðabæjar, [email protected] eða í síma 525-8500.

Ekki gleyma að sækja myndir

Með nýju kerfi Völunni, er Karellen kerfið tekið úr notkun og því er mikilvægt að sækja allar myndir úr því kerfi fyrir næstu mánaðarmót (febrúar/mars).

Mynd: Yan Krukau

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar