Það var líf og fjör í Miðgarði þegar Almar Guðmundsson, bæjarstjóri Garðabæjar og Sigurður Guðmundsson, formaður Stjörnunnar undirrituðu nýjan samstarfssamnings bæjarins og ungmennafélagsins. Í samningnum er kveðið á um gagnkvæmar skyldur samningsaðila um útfærslu á íþróttastarfi í Garðabæ. Eins og sjá má á meðfylgjandi myndum voru ungmennin á æfingum í Miðgarði sl. föstudag meira en tilbúin til þess að glæða undirritunina lífi.
Mynd: Það var líf og fjör í Miðgarði þegar Almar Guðmundsson, bæjarstjóri Garðabæjar og Sigurður Guðmundsson, formaður Stjörnunnar undirrituðu nýjan samstarfssamnings bæjarins og ungmennafélagsins
Á heimsmælikvarða
„Að geta undirritað svona mikilvægan samning í Miðgarði, fjölnota íþróttahúsinu okkar sem ég fullyrði að er á heimsmælikvarða, er alveg sérstaklega skemmtilegt,“ sagði Almar bæjarstjóri.
Samkvæmt samningnum skal Stjarnan hafa það að markmiði í starfsemi sinni að bjóða börnum og unglingum skipu-lagt íþróttastarf undir leiðsögn vel menntaðra og hæfra leiðbeinenda þar sem lýðheilsa og forvarnargildi íþrótta er höfð að leiðarljósi. Jafnframt skal félagið hlúa að keppnis- og afreksíþróttafólki þannig að það geti náð sem bestum árangri.
Garðabær mun á móti styðja við fjárhagslegan rekstrar- og starfsgrundvöll félagsins með samkomulagi um afnot á íþróttamannvirkjum og beinum fjárframlögum sem renna meðal annars til íþróttaskóla Stjörnunnar, til almenns rekstrar félagsins og til afreksstarfsemi þess.
Samningurinn gildir til loka árs 2025.
Mynd: Skrifaðu undir nýjan samstarfssamning! F.v. Pálmi Geir Jónsson, fjármálastjóri Stjörnunnar,
Sigurður Guðmundsson, formaður Stjörnunnar, Almar Guðmundsson, bæjarstjóri, Hrannar Bragi Eyjólfsson, formaður íþrótta- og tómstundaráðs og Guðbjörg Linda Udengard sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs