Garðabær kaupir húsnæði Álftaneskaffi og landspildu á 45 milljónir kr.

Hjón­in Skúli Guðbjarn­ar­son veit­ingamaður og Sigrún Jó­hanns­dótt­ir

Álftaneskaffi mun loka næstkomandi föstudag, 14. júlí, en staðurinn hefur notið mikilla vinsælda á meðal Garðbæinga búsetta á Álftanesi, hjólreiðahópa og íbúa úr nágrannasveitarfélögunum undanfarin átta ár.

Hjón­in Skúli Guðbjarn­ar­son veit­ingamaður og Sigrún Jó­hanns­dótt­ir, sem eiga og reka kaffi­húsið, birtu aug­lýs­ingu á fés­bók­arsíðu Álfta­neskaff­is í gær þar sem þau tilkynntu um lokunina, en þar kemur fam að þetta sé gert í góðri samvinnu við bæjaryfirvöld í Garðabæ, en bæjarráð Garðabæjar ákvað á fundi sínum í gær að fela Almari Guðmundssyni, bæjarstjóra í Garðabæ að ganga til samninga um kaup á landspildu og húsnæði Álftaneskaffi, á grundvelli kaupsamnings, að fjárhæð 45 milljóna króna. Álftaneskaffi er á eignarlóð sem er á víkjandi skipulagi.

Það er alveg á hreinu að mikill söknuður verður af Álftaneskaffi á meðal Álftnesinga, en vonandi verður opnaður nýr veitingastaður og kaffihús í nýjum miðbæ sem nú rís á Álftanesi. Myndirnar eru af Facebooksíðu Álftaneskaffi.

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar