Garðabær í öðru sæti yfir flest hátekjuheimili landsins

Næst flest hátekjuheimili á Íslandi eru í Garðabæ en flest eru þau á Seltjarnarnesi, samkvæmt manntali Hag-
stofunnar í ársbyrjun 2021, sem birtist á dögunum. Þá eru mörg lágtekjuheimili í miðborg Reykjavíkur og á Ásbrú.

Skipting tekna var misjöfn eftir heimilisgerð í manntalinu 2021

Ef heimilum í landinu er skipt upp í jafna tekjufimmtunga með rúmlega 26 þúsund heimilum í hverjum fimmtungi kemur í ljós að í efsta tekjufimmtungi voru heimili para með börn hlutfallslega flest en heimili einstæðra foreldra hlutfallslega fæst. Hæst hlutfall heimila í neðsta tekjufimmtungi voru heimili með einum einstaklingi. Í efsta tekjufimmtungi eru heimili sem hafa 889 þúsund krónur eða meira á mánuði á neyslueiningu en í neðsta tekjufimmtung falla þeir sem hafa minna en 414 þúsund krónur á mánuði. Miðgildi tekna í efsta tekjufimmtungi var 1,1 milljón króna á mánuði en miðgildi neðsta tekjufimmtungs var tæp 343 þúund krónur á neyslueiningu. Ef miðgildið í neðsta tekjufimmtungi er fært yfir á pör með tvö börn yngri en 14 ára myndu heildartekjur þeirrar fjölskyldu reiknast sem 720 þúsund krónur á mánuði.

Næst hæsta hlutfall heimila í efsta tekjufimmtungi á landinu er í Garðabæ

Ef litið er til sveitarfélaga var hæst hlutfall heimila í efsta tekjufimmtungi á Seltjarn- arnesi (34,0%) og í Garðabæ (33,4%). Lægst hlutfall heimila í efsta tekjufimmtungi var í Þingeyjarsveit og Húnaþingi vestra. Nokkrar breytingar eru þó frá manntalinu 2011 og sækir Garðabær á Seltjarnarnes því þá var munurinn, 2,6% á sveitarfélögunum tveimur, þar sem Seltjarnarnes var efst og Garðabær í öðru sæti eins og 2021, en munurinn núna 10 árum seinna er kominn í 0,6% og hefur munurinn því minnkað um 2%.

Fjögur smásvæði í Garðabæ eru á meðal topp sex hvað varðar lægsta hlutfall í neðsta tekjufimmtungi.
Lægsta hlutfall heimila í neðsta tekjufimmtungi var í smásvæði á Seltjarnarnesi (8,2%) og Akranesi (8,6%) en þar á eftir voru fjögur smásvæði í Garðabæ.

Hlutfall heimila í neðsta tekjufimmtungi var hæst innan smásvæðis í Reykjanesbæ (42,4%) og tveggja smásvæða í miðborg Reykjavíkur. Hlutfall heimila í neðsta tekjufimmtungi var yfir 30% á öllum smásvæðum í miðborg Reykjavíkur.

Lægsta hlutfall bíllausra heimili í Garðabæ

Hæst hlutfall bíllausra heimila var innan smásvæða í miðborg Reykjavíkur, Hlíðum og Vesturbæ norður (35-42% heimila). Lægst hlutfall bíllausra heimila var í smásvæðum í Mosfellsbæ, Garðabæ og Vesturlandi án Akraness (3,9-4,7%).

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar