Garðabær greiðir 56% af kostnaði við máltíðir í grunnskólum 

Frá og með haustinu verður grunnskólabörnum boðið upp á gjaldfrjálsar skólamáltíðir í grunnskólum Garðabæjar. Hingað til hafa máltíðir verið niðurgreiddar að hluta af sveitarfélaginu en í samræmi við nýgerða kjarasamninga á vormánuðum munu sveitarfélög og íslenska ríkið greiða þann hluta sem foreldrar greiddu áður. Allir grunnskólanemendur fá því skólamáltíðir gjaldfrjálst. Eftir breytinguna greiðir Garðabær 56% af kostnaði við hverja máltíð á móti 44% framlagi ríkisins. Ekki er gert ráð fyrir að hlutdeild Garðabæjar verði meiri en þetta. Forráðafólk þarf að skrá börn sín eftir sem áður í mataráskrift eins og áður.

Grunnskólar bæjarins bjóða ýmist upp á mat frá Skólamat eða Matartímanum. Skráning hófst mánudaginn 19. ágúst kl. 9:00 og fram á heimasíðum þeirra.

Einnig bera forráðamenn ábyrgð á að skrá sérfæði og skila inn þeim gögnum sem óskað er eftir.

Mikilvægt er að skráning í máltíðir endurspegli raunverulega notkun.

Verði mataráskrift barns nýtt minna en 50% í mánuði mun áskrift barnsins falla sjálfkrafa niður næsta mánuð á eftir. Þetta er liður í því að draga úr matarsóun. Forráðafólk fær upplýsingar um að áskrift verið hætt 18. hvers mánaðar ef svo ber við.

Athugið að forráðamenn barnsins bera ábyrgð á að skrá barnið í mataráskrift að nýju fyrir 25. hvers mánaðar sé óskað eftir áframhaldandi áskrift.

Sérstök áhersla er lögð á að stemma stigu við matarsóun í skólasamfélaginu og verða nemendur fræddir um slíkt og hvattir til að láta til sín taka í að sporna við sóun í skólum Garðabæjar. 

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar