Garðabær fær 2,5 mkr. í stjórnvaldssekt

Á fund bæjarráðs sl. þriðjudag kom Sigríður Logadóttir, persónuverndarfulltrúi og lögfræðingur og gerði grein fyrir ákvörðun Persónuverndar vegna úttektar á notkun Garðabæjar á skýjalausnum Google í grunnskólastarfi.

Í ákvörðunarorði kemur m.a. fram að vinnsla persónuupplýsinga grunnskólanemenda í Google-nemendakerfinu á vegum bæjarins samrýmist ekki lögum um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga og reglugerð (ESB). Í ákvörðuninni er lagt fyrir Garðabæ að færa vinnsluna til samræmis við löggjöfina og er frestur til að gera Persónuvernd grein fyrir þeim lagfæringu til 29. febrúar 2024.

Samkvæmt ákvörðunarorði er lögð á Garðabæ stjórnvaldssekt að fjárhæð kr. 2.500.000 kr.

Sambærileg ákvörðun beinist einnig að fjórum öðrum sveitarfélögum.

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar