Garðabæjarlistinn auglýsir eftir framboðum og tilnefningum á lista flokksins

Á almennum félagsfundi Garðabæjarlistans í síðustu viku var samþykkt samhljóða að skipa uppstillingarnefnd sem fer með það hlutverk að stilla upp framboðslista fyrir komandi sveit-arstjórnarkosningar þann 14. maí.

Í uppstillingarnefnd voru kjörin þau Hannes Ingi Geirsson, Valborg Ösp Á. Warén og Guðjón Pétur Lýðsson. Uppstillingarnefnd mun auglýsa eftir framboðum og tilnefningum á lista, frestur til þess er til og með 20. febrúar. Tekið er við framboðum og tilnefningum á tölvupóstfangið: [email protected].

Nefndin mun leggja fram til samþykktar tillögu að framboðslista á almennum félagsfundi þann 13. mars.
Fundurinn var vel sóttur og voru hin ýmsu málefni rædd. Það mátti greina spennu og eftirvæntingu fyrir komandi kosningum í vor. Garðabæjarlistinn bauð fram öflugan lista fyrir síðustu sveitarstjórnarkosningum og stefnir í slíkt hið sama fyrir komandi kosningar. Í almennum umræðum kom fram að áherslur Garðabæjarlistans hafi sett sterkan svip á bæjarmálin og að virkt aðhald með meirihlutanum hafi verið sinnt af kostgæfni. Garðabæjarlistinn hefur lagt fram margar góðar tillögur og stigið fast niður fæti þegar þess hefur þurft á yfirstandandi kjörtímabili.

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar