Fyrstu hádegistónleikar haustsins

Miðvikudaginn 6. september kl. 12:15 ríður baritónsöngvarinn Jón Svavar Jósefsson ásamt Guðrúnu Dalíu píanóleikara á vaðið en þau flytja blandaða efnisskrá aría og sönglaga á ókeypis tónleikum í Tónlistarskóla Garðabæjar.

Jón Svavar er þekktur fyrir létta framkomu og sprell auk þess sem hann er afbragðs- söngvari svo gestir geta átt von á góðri tónlistarnæringu í upphafi hausts.

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar