Fyrir okkur er þetta algjör bylting segir Rúnar Gíslason á Spírunni

Spírann, er fjölskylduvænn bistro staður, sem hefur löngum getið sér gott orð fyrir góðan og hollan mat í hádeginu og á kvöldin.

Á dögunum skipti staðurinn um heimkynni, þegar hann flutti sig um set með versluninni Garðheimum, úr Stekkjarbakka yfir í Álfabakka, leiðin var því ekki löng, en góð enda nýi staðurinn einstaklega vel hannaður og fallegur.

Það er yfirmatreiðslumeistarinn, Rúnar Gíslason, sem á og rekur Spíruna, en hann rekur einnig fyrirtækið Kokkarnir, veisluþjónusta (kokkarnir.is).

Kópavogspósturinn/Garðapósturinn heyrði í honum hljóðið enda Rúnar búsettur í Kópavogi en ólst upp í Garðabæ, og spurði um nýju heimkynni Spírunnar og hvað Kokkarnir veisluþjónusta séu að bralla fyrir jólin, en fyrirtækið býður upp á, ásamt Spírunni, spennandi jólahlaðborð og fallegar jólagjafaöskjur, sem er tilvalin jólagjöf fyrir fjölskyldur eða sem fyrirtækjagafir.

En hvernig kann Rúnar við að vera kominn með Spíruna á Álfabakka? ,,Fyrir okkur er þetta algjör bylting. Fyrir utan að vera virkilega fallegur staður þá er öll umgjörð í eldhúsi og sal frábær fyrir starfsfólkið okkar,” segir Rúnar.

Réttir dagsins innihalda ekki hveiti eða sykur

Og þú ert vanur að koma gestum Spírunnar stöðugt á óvart því matseðillinn er breytilegur og það er alltaf eitthvað ferskt og nýtt í boði hverjum degi? ,,Já, en við erum bæði með fasta rétti á hverjum degi og svo rétti dagsins sem eru alltaf kjöt, fiskur og vegan. Réttir dagsins innihalda ekki hveiti eða sykur nema í plokkfisknum, í honum er hveiti.”

Naut og bernaise vinsælasti rétturinn

Einhver sérstakur réttur sem hefur slegið í gegn hjá þér í gegnum árin? ,,Naut og bernaise er okkar vinælasti réttur, en þar fast á eftir kemur ,,brunch-inn“ okkar um helgar.”

Hollusturéttirnir breytist nú væntanlega eitthvað svona síðustu helgarnar fyrir jól þar sem þú býður upp á flottan jólabrunch? ,,Já, við erum byrjuð með jólabrunch og skreytum það aðeins aukalega með villibráðarpaté, danskri lifrarkæfu, Riz a la mande o.fl.,“ segir hann.

Geta viðskiptavinir pantað jólahlaðborð heim til sín og er það þá í gegnum Spíruna eða kokkarnir.is? ,,Já, í Kokkunum erum við á fullu í jólahlaðborðunum um þessar mundir, sem eru bæði fyrir veislur og heimahús.”

En fyrir hvað standa kokkarnir.is annars fyrir? ,,Kokkarnir eru aðallega í rekstri mötuneyta fyrir fyrirtæki, stofnanir og í almennum lausnum fyrir minni fyrirtæki ásamt veisluþjónustu og framleiðslu á vörum fyrir stórmarkaði fyrir jólin.”

Og þið bjóðið einnig upp á smáréttir fyrir fermingar, afmælisveislu og brúðkaup? ,,Já, þegar jólahátíðin er afstaðan og nýtt ár gengur í garð þá koma árshátíðir og fermingar ásamt útskriftum sterkt inn hjá okkur í Kokkunum.”

Gjafaöskjurnar vinsælar jólagjafir

Svo eruð þið með fjölbreyttu úrval af gjafaöskjum fyrir jólin sem eru tilvaldar jólagjafir? ,,Já, síðustu dagana fyrir jól þá byrjum við að keyra á gjafaöskjurnar sem hafa verið mjög vinsælar hjá fyrirtækjum til að gefa starfsmönnum og viðskiptavinum,” segir hann og bætir við: ,,Þetta er því sem tarnir hjá okkur og hver þeirra er skemmtileg á sinn hátt.”

Mín gæðastund er í eldhúsinu á aðfangadag

Hvernig er það síðan Rúnar, borðar þú á aðfangdagskvöldi á Spírunni? ,,Nei,” segir hann hlæjandi. ,,Á aðfangadagskvöldi er ég alltaf með humar í forrétt þar sem stelpurnar mínar elska hann. Svo er alltaf villibráð í aðalrétt, sem ég hef sótt sjálfur og síðan er mismunandi hvað ég er með í eftirrétt. Á aðfangadag er ég alltaf allan daginn í eldhúsinu því þar er mín gæðastund eftir langa jólatörn,” segir Rúnar brosandi að lokum.

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar