Fullt af nýjungum í boði í Hress

,Í Hress er allt komið á fulla ferð áfram eftir undarlegt ár á tímum faraldurs. Öllu takmörkunum aflétt og fólk farið að mæta eins og ekkert hafi gengið á,” segir Garðbæingurinn fyrrverandi, Linda Hilmarsdóttir, framkvæmdastjóri Hress heilsuræktar í Dalshrauni Hafnarfirði aðspurð hvernig staðan sé í Hress.

Mæli með að prófa

Eru ekki einhverjar nýjungar í vetur? ,,Jú, heldur betur. Það verða fullt af nýjungum í boði sem og okkar vinsælustu tímar og námskeið. Para Wod eru tímar sem allir verða að prófa. Fólk vinnur saman að því að klára viss æfinga verkefni án þess að deila áhöldum og án snertingar. Hot -Yoga tímarnir okkar eru alltaf vinsælir enda einfaldir áhrifaríkir og köldu bakstrarnir í lokin eitthvað sem allir elska,” segir hún.

Mikið er um að krakkar sem ekki finna sig í keppnisírþóttum sæki unglinganámskeiðin eða noti sem viðbót fyrir aðrar íþróttir

Unglinganámskeið og heilsusamlegt líferni

,,Unglinganámskeiðin okkar hafa komið mörgum krökkum inn á heilsusamlegra líferni. Mikið um að krakkar sem ekki finni sig í keppnis íþróttum sæki þau eða sem viðbót fyrir aðrar íþróttir. Erum með hópa fyrir 10-12 ára og 12-15 ára stráka og stelpur.

Heitir tímar vinsælir

,,Fjölbreyttir heitir tímar er það allra vinsælast og þeir tímar sem best hafa verið sóttir sl. ár. Tækjasalurinn okkar er vel útbúinn, bjartur með gott rími til að einstaklingsmiða þjálfun hvers og eins.”

Hressbarinn einn sá vinsælasti í bænum

,,Ekki má gleyma Hressbarnum en hann er einn vinsælasti heilsubarinn í Hafnarfirði. Við opnum kl. 5:30 á morgnana og erum með opið til 21:00 á kvöldin. Það er mjög margir sem sækja sér hollan og næringarríkan drykk eða skál til okkar. Spennan fyrir komandi vetri er áþreifanleg og við vel undirbúin enda litla og vinalega stöðin sem tekur vel á móti öllum,” segir Linda.

Hægt er að fá nánar upplýsingar á hress.is

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar