Íbúar í Garðabær og þá sérstaklega í ákveðnum hverfum eins og í Sjálandi eru fyrir löngu orðnir þreyttir á ágangi máva í hverfinu og nú þegar varptími máva er hafinn eru íbúar hvattir til þess að fylgjast með þökum sínum og öðrum stöðum sem mávar gætu nýtt sem varpstaði eða set staði til að verjast ágangi þeirra.
Garðabær stóð fyrir fræðslu- og upplýsingafundi fyrir íbúa bæjarins í Sjálandsskóla í aprílmánuði. Með því að byggð færist að hefðbundnum varplöndum þá verður nábýli máva og íbúa umtalsvert. Markmið fundarins var í samræmi við ráðleggingar Náttúrufræðistofnunar um upplýsingagjöf og fræðslu til íbúa í þeirri von að þeir geti búið í námunda við Gálgahraun og Arnarnesvog í sátt og samlyndi við náttúruna sem þar er.
Arnór Þ. Sigfússon, dýravistfræðingur hjá Verkís hélt fræðsluerindi og sat svo fyrir svörum ásamt Magna Konráðssyni, meindýraeyði og Almari Guðmundssyni, bæjarstjóra. Fundurinn var vel sóttur og góðar umræður sköpuðust um málefnið.
Fuglagaddarkomnir á alla ljósastaura í Sjálandi og víðar í bæjarfélaginu
Meindýraeyðir á vegum Garðabæjar hefur límt fuglagadda á alla ljósastaura í Sjá-landi og víðar í bæjarfélaginu til að mávar geti ekki hafst við á staurunum auk þess verður stungið á egg mávanna (þ.e.a.s. sem ekki eru í friðlandi bæjarins).
Varptími Máva er að hefjast og í sumum tilfellum hafinn og geta íbúar gripið til ýmissa aðgerða.
Íbúar eru hvattir til þess að fylgjast með þökum sínum og öðrum stöðum sem mávar gætu nýtt sem varpstaði eða set staði.
Arnór benti á að þrjár aðferðir hefðu reynst bestar við að stemma stigu við áganginum, en þær væru:
• truflun,
• eggjaeyðing og/eða
• eggjatínsla ((þ.e.a.s. sem ekki eru í friðlandi bæjarins).
• Meindýraeyðar geta aðstoðað við að fjarlægja hreiður mávanna eða unga.
Fuglafræðingar telja fjölda máva ekki óeðlilega mikinn í Garðabæ en stofninnsveiflast með fjölda síla í sjónum. Þegar þau minnka sækir mávurinn meira upp á land í leit að æti. Meindýraeyðar hafa bent á að eigendur húsnæðis eða hús-félög geti t.d. sett upp fælur á þök, eins konar veifur.
Mikilvægt er að fylgjast með þökum og öðrum setstöðum reglulega til að koma í veg fyrir að önnur hreiður verði gerð á sama stað.
Þá er afar mikilvægt að loka fyrir fæðuuppsprettur af mannavöldum – svo sem rusl, brauðgjafir o.fl.