Frumlegasta fjölbýli Garðabæjar hefur risið á Garðatorgi

Frumlegasta fjölbýli Garðabæjar hefur risið á Garðatorgi. Það var skapað af bekkingum í Garðbæ, en nemend-
urnir unnu íbúðirnar í smiðju í tengslum við sýninguna „Hönnunarsafnið sem heimili“ sem stendur nú yfir á Hönnunarsafni Íslands á Garðatorgi. Þau voru hvött til að hugsa með höndunum og láta sköpunargleðina leika lausum hala.

Þau settu sig í spor hönnuða og með nýtni og uppfinningasemi bjuggu þau í sameiningu til heimili fyrir skáldaða einstaklinga með fjölbreyttan bakgrunn svo sem dansara og geimfara, bakara og gleðigjafa sem öll eiga það sameiginlegt að búa með ævintýralegum hóp gæludýra og safna aragrúa af ýmsu.

Engin aðgangseyrir er að þessari sýningu sem er á Pallinum inn af safnbúðinni. Sýningin stendur til 9. september.
Sýningarstjórar og hönnuðir smiðjunnar eru Auður Ösp Guðmundsdóttir og Kristín María Sigþórsdóttir.

Safnið er opið frá 12-17 alla daga nema mánudaga

Frekari upplýsingar má finna á: www.honnunarsafn.is

Forsíðumynd: Auður og Kristín María. Ljósmyndir: Studio Fræ.

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar

Vefkökur og persónuvernd

Vefur kgp.is notast við vefkökur í þeim tilgangi að veita þér sem bestu upplifun þegar þú heimsækir okkur á vefnum.  Vefkökurnar eru vistaðar í vafranum þínum og þjóna m.a. þeim tilgangi að kerfið "þekkir þig" þegar þú kemur aftur á vefinn okkar.  Þannig þarftu t.d. ekki að fara aftur í gegnum samþykktarferlið fyrir vefkökur, ert ekki spurð(ur) aftur og aftur hvort þú vilt skrá þig á póstlista eða um aðra virkni sem þú hefur annað hvort samþykkt eða hafnað í fyrri heimsóknum o.fl. o.fl.

Þú getur stillt vefkökurnar hér til vinstri.

Með kærri kveðju,
Starfsfólk KGP.is vefsins