Frjáls leikkerfi spiluð til leiksloka

Það var góð stemmning á herra- og kvennakvöldi Stjörnunnar sem haldin voru tvo síðustu laugardagana í október.

Bæði kvöldin fóru fram í glæsilegum veislusal á Sjálandi veitingahúsi sem þótti einstaklega vel heppnað, en undanfarin ár hafa kvöldin farið fram í FG. Boðið var upp á dýrindis hlaðborð frá Sjálandi og hjá strákunum stjórnaði hinn heldhressi Örvar Kristjánsson kvöldinu. Stutt uog snörpu listamunauppboð var stjórnað af Guðmundi Th. Jónssyni sem hefur tekið við af föður sínum Jóni Guðmundssyni, sem gat þó ekki setið á sér og mætti upp á svið til að bjóða upp eitt málverk. Leikurinn var svo flautaður af um kl. 01 og enginn möguleiki var á framlengingu þótt stemmningin hafi enn verið góð vegna nýrra leikreglna.

Það voru söngkonurnar og skemmtikraftarnir Selma Björnsdóttir og Regína Ósk sem héldu uppi og stýrðu fjörinu á kvennakvöldinu og það þurfti í raun ekki mikið til því stúlkurnar voru allir í geggjuðu stuði, enda barinn opinn og frjáls leikkerfi spiluð allt til leiksloka á dansgólfinu, en þær bæði trylltu og fylltu dansgólfið þar til ljósin voru kveikt.

Tvö virkilega vel heppnuð kvöld hjá handboltadeildinni.

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar