Framkvæmdir nýs búsetukjarna á áætlun

Framkvæmdir við sjö íbúða búsetukjarni fyrir fatlað fólk, ásamt starfsmannaaðstöðu, í Brekkuási ganga vel og eru á áætlun, en það er Gunnar Bjarnason ehf. sér um að byggja húsið.

Það var Almar Guðmundsson, bæjarstjóri Garðabæjar, sem tók fyrstu skóflustungu að búsetukjarnanum í september í fyrra og er verklok áætluð í október. Stefnt er að því að íbúar geti flutt inn um mánaðarmótin nóvember/desember.

Húsið er á einni hæð, staðsteypt og einangruð að utan, klædd með timburklæðningu, heildarstærð 587,6 m2. Bygging bú-setukjarnans er hluti af stefnu bæjarins um áframhaldandi uppbyggingu búsetukjarna fyrir fatlað fólk samhliða fjölgun annarra búsetuúrræða og fækkun herbergjasambýla.

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar