Framganga oddvita Garðabæjarlistans í fjölmiðlum er ámælisverð

Á fundi bæjarráðs í síðustu viku gagnrýndi Almar Guðmundsson bæjarfulltrúi meirihlutans framgöngu oddvita Garðabæjarlistans, Söru Daggar Svanhildardóttur, í fjölmiðlum í tengslum við uppbyggingu á fjölnota íþróttahúsi í Vetrarmýri, en Almar segir framgöngu oddvitans ámælisverða enda sé málflutningur hans í öllum meginatriðum byggður á rangfærslum.

Almar lagði fram eftirfarandi bókun á fundinum: ,,Undirritaður sat í undirbúnings- og dómnefnd fyrir byggingu fjölnota íþróttahúss ásamt Björgu Fenger, sem var formaður, Baldri Svavarssyni, fulltrúa minnihluta bæjarstjórnar, og Sigurði Bjarnasyni og Guðrúnu Dóru Brynjólfsdóttur sem tilnefnd voru af íþróttafélögum í Garðabæ. 

Niðurstaðan var að hanna fjölnota íþróttahús með áherslu á æfingaaðstöðu fyrir knattspyrnuiðkendur, sérstaklega þá yngri. Húsið hefur aldrei verið hugsað sem vettvangur fyrir keppni í efstu deildum, nema í undantekningartilvikum, enda fer keppni í meistaraflokkum í knattspyrnu nánast eingöngu fram utandyra. Húsið verður svo sannarlega fjölnota enda verða alls um 4.800 m2 á þremur hæðum til notkunar í ýmislegt tengt líkams- og heilsurækt auk fræðslu og kennslu. Í húsinu verður m.a. að finna styrktar- og lyftingasal, svalir með hlaupaundirlagi og klifurvegg ásamt því að unnt verður að nota húsið fyrir tónleikahald. 

Framganga oddvita Garðabæjarlistans í fjölmiðlum í tengslum við málið er ámælisverð enda er málflutningur hennar í öllum meginatriðum byggður á rangfærslum. Rétt er að fram komi að fulltrúar Garðabæjarlistans hafa aldrei greitt atkvæði gegn málinu né setið hjá þegar það hefur komið til afgreiðslu.“

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar

Vefkökur og persónuvernd

Vefur kgp.is notast við vefkökur í þeim tilgangi að veita þér sem bestu upplifun þegar þú heimsækir okkur á vefnum.  Vefkökurnar eru vistaðar í vafranum þínum og þjóna m.a. þeim tilgangi að kerfið "þekkir þig" þegar þú kemur aftur á vefinn okkar.  Þannig þarftu t.d. ekki að fara aftur í gegnum samþykktarferlið fyrir vefkökur, ert ekki spurð(ur) aftur og aftur hvort þú vilt skrá þig á póstlista eða um aðra virkni sem þú hefur annað hvort samþykkt eða hafnað í fyrri heimsóknum o.fl. o.fl.

Þú getur stillt vefkökurnar hér til vinstri.

Með kærri kveðju,
Starfsfólk KGP.is vefsins