Frábærar Stjörnustúlkur

7. flokkur Stjörnunnar varð Símamótsmeistari auk
þess sem Stjarnan vann fjóra bikara til viðbótar á mótinu

Stelpurnar í 7. flokki Stjörnunnar gerðu sér lítið fyrir og sigruðu Símamótið, sem fram fór í Kópavogi dagana 8.-11. júlí sl. Stjörnustúlkur lögðu Val í spennandi úrslitaleik með einu marki gegn engu, en stúlkurnar léku við hvern sinn fingur á mótinu og töpuðu aðeins einum leik og koma það tap eftir að liðið var búið að tryggja sér sigur í riðlinum sínum.

Stjarnan sendi fjölmennt lið til leiks á mótinu í 7., 6. og 5. flokki og stóðu þau sig öll vel en auk þess sem stúlkurnar í 7. flokki urðu Símamótsmeistarar vann eitt annað lið í 7. flokki og þrjú í 5. flokki bikar á mótinu.

Símamótsmeistarar í 7. flokki kvenna. E.r.f.v.: Gylfi þjálfari, Rebekka og Anna Katrín N.r.f.v.: Meriem, Lára Björg og Anna Guðrún. Neðst liggjandi erHelga Guðrún
Stjarnan (Sóley Guðmunsdóttir) með silfurpeningana sína í fullum gæðum, en þær töpuðu bikarleik í 7. flokki í hörkuleik.
F.v. Lára, Glódís, Gunnhildur, Júlía, Lísa, Klara og Salka.
Stjarnan 3 í 7 .flokki. Heiðrún, Ísey, Katrín, Anna María (fyrirliði meistaraflokks kvenna), Hildur, Eyrún og Hanna í stuði
Stjarnan (Bettsy Hasset) í 5. flokki stóðu sig vel. E.r.f.v.: Hekla Björk, Ynja og Katrín Inga. Miðröð: María Draumey, Hekla Rán, Björg Yrsa og Valdís. Neðst Katrín Kristjana og Lára María

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar