Frábær byrjun hjá GKG-ingum á Íslandsmótinu

Íslandsmótið í golfi 2024 hófst í gær og voru frábærar aðstæður á Hólmsvelli í Leiru. GKG-ingarnir Aron Snær Júlíusson, Sigurður Arnar Garðarsson eru jafnir í efsta sæti á 65 höggum eða -6. Þeir fengu báðir sex fugla á hringnum og töpuðu ekki höggi, sem er frábær árangur.

Alls eru 5 úr GKG meðal 10 efstu en Magnús Yngvi Sigsteinsson lék á 67 höggum í dag eða -4. Arnar Daði Svavarsson og Ragnar Már Garðarsson léku á 68 höggum.

Í kvennaflokki er Hulda Clara Gestsdóttir GKG jöfn í öðru sæti á 72 höggum eða einu höggi yfir pari vallar. Hulda Clara fagnaði Íslandsmeistaratitlinum árið 2021 á Jaðarsvelli á Akureyri. Helga Grímsdóttir, einnig í GKG lék vel í dag og er í fjórða sæti á einu höggi yfir pari vallar, eða 73 höggum. Eva Kristinsdóttir úr GM er efst í kvennaflokki en hún lék á á 69 höggum eða 2 höggum undir pari.

Forsíðumynd: Aron Snær er er hann varð fyrst Íslandsmeistari í golfi árið 2021 í fyrsta sinn.

Hulda Clara er í öðru sæti eftir fyrsta daginn

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar