Góð samskipti verða í aðalhlutverki í forvarnavika Garðabæjar sem hefst í dag og sttendur til 8. nóvember. Vikan hefst á Menntadegi Garðabæjar og lýkur á Degi gegn einelti. Í vikunni verður samskiptasáttmála Garðabæjar gert sérstaklega hátt undir höfði en leiðarljós hans er að stuðla að jákvæðum samskiptum og auka þekkingu barna, forráðafólks og starfsfólks á einkennum samskiptavanda og eineltis. Góð samskiptafærni er mikilvægt veganesti í lífinu.
Fjölmargir áhugaverðir viðburðir verða haldnir á stofnunum bæjarins í forvarnarvikunni og stefnt er að fræðslufundi fyrir foreldra 12. nóvember næstkomandi. Hægt er að skoða dagskrár skólanna inni á heimasíðum þeirra.
Forvarnarvikan einblínir ekki á skólastigin í Garðabæ, en horfir til þess að við getum öll átt í góðum samskiptum með því að sýna samkennd, seiglu, sjálfsstjórn, sjálfstæði og skapandi hugsun eða S-in fimm.
Garðabær vonar að okkar góða bæjarfélag taki höndum saman eins og svo oft áður og hafi þessi samskipti í huga. Verum góðar fyrirmyndir – á öllum aldri.
Fyrir neðan má sjá dagskrána í nokkrum stofnunum Garðabæjar en listinn er ekki tæmandi.