Forsetafrú á Fróðleiksmola

Fróðleiksmolar eru mánaðarleg fræðsluerindi á Bókasafni Garðabæjar. Þann 26. september kl. 17.30 kemur Garðbæingurinn og forsetafrúin, Eliza Reid, í heimsókn á bókasafnið til þess að segja frá bók sinni, Sprakkar. Bókin hefur verið gefin út á nokkrum tungumálum um allan heim og hefur Eliza farið víða til þess að segja frá efni hennar. Nú er komið að Garðabænum og því tækifæri fyrir alla Garðbæinga að hlýða á forsetafrúna segja frá þessari áhugaverðu bók.

Í Sprökkum fjallar Eliza um margvísleg mál sem snúa að lífi og störfum kvenna á Íslandi. Hún ræðir við konur á ólíkum sviðum þjóðlífsins. Þær hafa frá mörgu að segja og koma víða við í spjalli um stöðu kynjanna, atvinnulífið, móðurhlutverkið og ótalmargt fleira. Brugðið er upp litríkri mynd af íslensku nútímasamfélagi, kostum þess og göllum, og rýnt í það sem enn er óunnið í jafnréttismálum.

Mynd: Eliza Reid verður á Bókasafni Garðabæjar nk. þriðjudag. Myndina tók Sigurgeir Sigurjónsson

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar