Flýta greiðslu gegn 1% afslætti

Gunnar Einarsson bæjarstjóri kynnti viðauka við samkomulag um úthlutun lóða og sölu byggingarréttar á miðsvæði Álftaness.

Í viðaukanum er gert ráð fyrir að greiðsla vegna sölu byggingarréttar lóða við Hestamýri verði greidd fyrir lok nóvember 2021 í stað lok september 2022 og gegn 1% afslætti að kaupverði byggingarréttar lóðarinnar.

Þá er gert ráð fyrir breytingu á framkvæmdatíma byggingu húsa á lóðunum. Framkvæmdir við munu hefjast í nóvember 2021 í stað janúar 2021 og ljúka í maí 2025 í stað mars 2024.

Bæjarráð samþykkir viðaukann fyrir sitt leyti.

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar