Flóttamannavegur lokaður vegna framkvæmda 21. júní frá 09:00 – 12:00

Gert er ráð fyrir lokun á Flóttamannavegi föstudaginn 21. júní frá klukkan 09:00 – 12:00 þar sem Loftorka mun vinna við malbikun á tveimur hraðahindrunum á Flóttamannavegi, við Urriðaholt/Urriðavöll.

Áætlað er að vinna byrja um klukkan 9 og ljúki í kringum klukkan 12.

Götukaflinn, frá Vífilsstaðavegi og að Kaldárselsvegi verður lokaður fyrir allri umferð á meðan framkvæmdum stendur, eins og sýnt er á meðfylgjandi yfirlitsmyndum:

Þeir kylfingar sem eiga rástíma, þurfa að skutla eða sækja á leikjanámskeið eða þurfa að komast að svæðinu eða yfirgefa það á þessum tíma dags þurfa að gera ráðstafanir þessu að lútandi. Engin aðkoma akandi að eða frá Urriðavelli verður möguleg á meðan á framkvæmd stendur.

Hægt er að ganga að Urriðavelli frá Urriðaholti.

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar

Vefkökur og persónuvernd

Vefur kgp.is notast við vefkökur í þeim tilgangi að veita þér sem bestu upplifun þegar þú heimsækir okkur á vefnum.  Vefkökurnar eru vistaðar í vafranum þínum og þjóna m.a. þeim tilgangi að kerfið "þekkir þig" þegar þú kemur aftur á vefinn okkar.  Þannig þarftu t.d. ekki að fara aftur í gegnum samþykktarferlið fyrir vefkökur, ert ekki spurð(ur) aftur og aftur hvort þú vilt skrá þig á póstlista eða um aðra virkni sem þú hefur annað hvort samþykkt eða hafnað í fyrri heimsóknum o.fl. o.fl.

Þú getur stillt vefkökurnar hér til vinstri.

Með kærri kveðju,
Starfsfólk KGP.is vefsins