Gert er ráð fyrir lokun á Flóttamannavegi föstudaginn 21. júní frá klukkan 09:00 – 12:00 þar sem Loftorka mun vinna við malbikun á tveimur hraðahindrunum á Flóttamannavegi, við Urriðaholt/Urriðavöll.
Áætlað er að vinna byrja um klukkan 9 og ljúki í kringum klukkan 12.
Götukaflinn, frá Vífilsstaðavegi og að Kaldárselsvegi verður lokaður fyrir allri umferð á meðan framkvæmdum stendur, eins og sýnt er á meðfylgjandi yfirlitsmyndum:
Þeir kylfingar sem eiga rástíma, þurfa að skutla eða sækja á leikjanámskeið eða þurfa að komast að svæðinu eða yfirgefa það á þessum tíma dags þurfa að gera ráðstafanir þessu að lútandi. Engin aðkoma akandi að eða frá Urriðavelli verður möguleg á meðan á framkvæmd stendur.
Hægt er að ganga að Urriðavelli frá Urriðaholti.