Flott sjálboðaliðaframtak – parketið rifið af í Mýrinni

Það var mikil kraftur í sjálfboðaliðum handknattleiksdeildar Stjörnunnar um sl. helgi, en þá rifu þeir parketgolfið af í Mýrinni, sem var illa farið.

Stjórn handknattleiksdeildar tók þátt í verkinu ásamt meistaraflokki karla og kvenna og yngri flokkum félagsins.
Um fjáröflunarverkefni var að ræða fyrir handknattleiksdeildina, en gaman var að sjá svona margar hendur koma saman til að takast á við eitt stórt verk, sem gekk mjög vel, þótt að einhverjir stjórnarmenn og þjálfari meistaraflokks karla hafi verið hálf aumir í skrokknum og litlir í sér næstu daga á eftir. Áfram Stjarnan.

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar