Flóra af skapandi og örvandi námskeiðum

Sumarnámskeið Klifsins fyrir börn á aldrinum 9-12 ára

Sumarið hjá Klifinu hefst af krafti í byrjun júní þar sem að flóran af skapandi og örvandi námskeiðum bjóðast börnum á aldrinum 9-12 ára. Dagskráin er fjölbreytt og fjörug og ættu því allir að geta fundið sér námskeið við sitt hæfi.

Ímyndasköpun

Markmið Klifsins er að virkja sköpunarkraft og ímyndunarafl hvers og eins. Það eflir trú einstaklingsins á eigin getu og þannig geta allir þróað með sér hæfni til þess að mæta þörfum framtíðarinnar. Hugmyndafræðin byggir á eflandi kennslufræði nýsköpunar- og frumkvöðlamenntar og kenningum um hæfniþróun.

Námskeiðin eru hugsuð líkt og leikjanámskeið með áherslu á söng, leiklist, framkomu, dans og sjálfan sköpunarkraftinn

Leiklist, söngur & dans

Námskeiðin eru hugsuð líkt og leikjanámskeið með áherslu á söng, leiklist, framkomu, dans og sjálfan sköpunarkraftinn. Silja Rós Ragnarsdóttir leiklistarkennari, söngkona og dansari mun kenna þessi námskeið en hún hefur mikla reynslu að vinna með börnum. Unnið verður með sjálfstraust hvers nemanda í gegnum dans og leiklist með áherslu á jákvæðni og opið hugarfar. Lykilatriðið er að öllum líði vel í umhverfinu og hver einasti nemandi fái að láta ljós sitt skína. Í lokin verða haldin sýningar til að sýna afrakstur nemendanna.

Útivist og jóga

Leikgleði, samvinna og sjálfstraust verða í forgrunni. Það verður farið yfir ýmsar jógastöður sem auka jafnvægi, styrkleika og einbeitingu. Nemendurnir munu fá að kynnast jógastöðum sem tengjast náttúrunni okkar og dýralífinu, syngja möntrur og kynnast öndunaræfingum. Á hverjum degi verður farið í útileiki undir áhrifum frá leiklist þar sem samvinna, traust og gleði verður í aðalatriði. Hver dagur endar svo á slakandi hugleiðslu. Silja Rós Ragnarsdóttir kennir einnig þetta námskeið en hún útskrifaðist nýlega sem 200 RYT Yogakennari frá Hot Yoga Copenhagen.

Ævintýri, umherfisvísindi & upplifun

Fjölbreytt námskeið þar sem að nemendur vinna á skapandi hátt með umhverfisvísindi. Markmiðið er að þjálfa skynfæri og athygli barnanna. Það verður opnað á stórbrotinn vísindaheim og kafa þannig dýpra inn í þá möguleika sem tölvuheimurinn hefur upp á að bjóða. Myndlistakennarinn Björk Viggósdóttir kennir þessi frábæru námskeið sem bjóða upp á fjölbreytta möguleika til tjáningar í tónlistarsköpun og myndformi sem tengist til dæmis myndskreytingum, tölvuleikjum og teiknimyndagerð. Það verður einnig farið í stutta leiðangra þar sem litir, birta, form, gróður og dýr eru rannsökuð sem síðan verða m.a. að skúlptúrum og teikningum. Áherslan er á ævintýra upplifun, sköpun og ímyndunaraflið.

Skapandi sumar teikningar

Eflandi námskeið fyrir krakka sem vilja styrkja teikni tækni sína. Nemendur efla myndræna sköpun sína og læra að miðla teikningar sýnar í myndrænni frásögn, myndbyggingu og fá leiðsögn að teiknimyndasögugerð og karaktersköpun. Hildur Lára Sveinsdóttir kennir námskeiðið en hún er myndlistarkennari sem er með bakrunn í myndskreytingar og teiknimyndasögugerð. Ef veður leyfir verður teiknað utandyra í fallegu umhverfi.

Öll sumarnámskeiðin fara fram í Hofstaðaskóla í Garðabæ.

Skráðu þig núna á www.klifid.is og fylgist með okkur á instagram.com/klifid

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar